Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Vegagerðin og Ístak skrifuðu fyrir helgi undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar, frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót. Samkvæmt áætlunum eiga framkvæmdir að hefjast nú í byrjun maí. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2020.
Vegagerðin og Ístak skrifuðu fyrir helgi undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar, frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót. Fjögur tilboð bárust í verkið. Vegagerðin gekk til samninga við Ístak eftir ítarlegt mat á tilboðum. Samkvæmt áætlunum eiga framkvæmdir að hefjast nú í byrjun maí. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2020. Einnig hefur Vegagerðin skrifað undir samninga við Mannvit um eftirlit með verkinu.
Upplýsingasíða fyrir breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði
Tvöföldun brautarinnar er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarbæjar. Undirbúningur að tvöfölduninni hófst árið 2013 þegar undirgöng fyrir göngu- og hjólastíg voru gerð við Suðurbraut og svo árið 2017 þegar mislæg gatnamót voru gerð við Krýsuvíkurveg.
Reykjanesbraut verður tvöfölduð á kaflanum frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót með því að byggja nýja akbraut sunnan núverandi vegar. Brautin verður með þriggja metra breiða miðeyju milli akbrauta með vegriðum báðum megin. Brautin verður grafin niður allt að 4 m á tveimur köflum; í fyrsta lagi á kaflanum frá núverandi göngubrú við Ásland og að Strandgötu og í öðru lagi gegnum Hvaleyrarholtið frá Þorlákstúni og vestur fyrir nýju undirgöngin við Suðurbraut. Á þeim kafla verður brautin einnig sveigð lítillega til suðurs. Það skapar svigrúm fyrir hugsanlega færslu á Suðurbraut við Hvaleyrarskóla. Tvenn nýleg undirgöng undir Reykjanesbraut, fyrir gangandi við Suðurbraut og undirgöngin í mislægu gatnamótunum við Krýsuvíkurveg, eru byggð fyrir tvöfalda Reykjanesbraut. Hins vegar þarf að breikka brúna yfir Strandgötu og er það hluti af framkvæmdunum.
Gönguleiðir
Gerðar verða tvær nýjar göngubrýr yfir Reykjanesbraut. Sú fyrri verður milli Hvamma og Áslands á móts við Álftaás. Sú seinni kemur í stað núverandi undirganga við Þorlákstún. Brýrnar verða stálbogabrýr og spanna brautina í einu hafi.
Hljóðvarnir
Samhliða breikkun Reykjanesbrautar verður ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að minnka umferðarhávaða í nágrenni brautarinnar. Ný hljóðmön verður gerð milli Reykjanesbrautar og Ásbrautar á móts við Erluás. Til að koma henni fyrir þarf að endurgera göngustíginn frá enda núverandi göngubrúar og upp á Goðatorg. Einnig verður hljóðmönin við Ásbraut á móts við Álftaás hækkuð þar sem nýja göngubrúin kemur. Hljóðmanir við Hvamma verða endurgerðar. Þar verða notuð svokölluð jarðvegshólf næst brautinni til að ná fram betri hljóðvist. Við Suðurhvamm eru einnig reistir glerveggir ofan á möninni sem ná inn á Strandgötu. Auk þess verður settur hljóðveggur á norðurkant Strandgötubrúar og og milli rampanna í gatnamótunum. Þá er einnig settur hljóðveggur úr timbri meðfram Þúfubarði þar sem nú er girðing. Á Þorlákstúni verða gerðar hljóðvarnir. Austast verða háar manir með jarðvegshólfum en á vestari hlutanum verður gerð hefðbundin jarðvegsmön. Í deiliskipulagi fyrir Þorlákstún er gert ráð fyrir hækkun á landi frá því sem nú er. Er ráðgert að nota umframefni sem leggst til í verkinu til þess að hækka land þar. Loks er gert ráð fyrir staðbundnum vörnum við tengistöð HS veitna á móts við Suðurholt.
Yfir fimmtíu þúsund hafa nú stigið inn á Thorsplan og notið Jólaþorpsins með okkur. Nú hefst sjötta og síðasta helgi…
Félagsskapur Karla í skúrum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…