Framkvæmdir við Kaldárselsveg

Fréttir

Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun Kaldárselsvegar, ásamt gerð göngu- og hjólastíga og landmótun á nærliggjandi svæði. Verkið felur í sér endurgerð vegarins frá Reykjanesbraut að Elliðavatnsvegi, gerð tveggja hringtorga, tenginga við Brekkuás,

Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun Kaldárselsvegar, ásamt gerð göngu- og hjólastíga og landmótun á nærliggjandi svæði. Verkið felur í sér endurgerð vegarins frá Reykjanesbraut að Elliðavatnsvegi, gerð tveggja hringtorga, tenginga við Brekkuás, Klettahlíð og Elliðavatnsveg, auk nýrra gróðursvæða og mana. Í framkvæmdinni verða einnig fluttar veitulagnir Vatnsveitu Hafnarfjarðar, HS veitna og Mílu. 

Verkið verður unnið af verktakanum Háfelli ehf. en áætlað er að framkvæmdum við gatnagerð ljúki að mestu í haust, en gert er ráð fyrir að lagningu neðra malbikslags verði lokið þann 30. september í ár. Endanleg lok framkvæmda eru áætluð 1. Júní 2019. 

Kaldarselsvegur_1Yfirlit_kaldarselsvegur_1Yfirlit_kaldarselsvegur_2

Ábendingagátt