Framkvæmdir við Norðurbakka

Fréttir

Byrjað er að setja undirefni við gamla stálþilið við Norðurbakka, en í samræmi við nýsamþykkt skipulag fyrir Norðurbakkasvæðið, verður sett grjótvörn framan við bakkann og síðan gengið yfirborði með göngustígum, lýsingu og gróðri síðar í sumar.

Byrjað er að setja undirefni við gamla stálþilið við Norðurbakka, en í samræmi við nýsamþykkt skipulag fyrir Norðurbakkasvæðið, verður sett grjótvörn framan við bakkann og síðan gengið frá yfirborði með göngustígum, lýsingu og gróðri síðar í sumar.

NordurbakkinnFramkvaemdir

Svæði í samræmi við strandlengjuna fyrir botni fjarðarins

Eldra stálþilið við Norðurbakka að austanverðu er orðið ríflega 60 ára gamalt og farið að láta nokkuð á sjá. Með grjótfyllingu framan við þilið verður svæðið í samræmi við strandlengjuna fyrir botni fjarðarins en samkvæmt skipulagi er opið fyrir uppsetningu á flotbryggjum út frá bakkanum. Einnig verða byggðir trépallar fram í grjótgarðinn og vestasti hluti stálþilsins mun halda sér, þar sem útbúin verður aðstaða fyrir þá sem vilja dorga í gömlu norðurhöfninni.

Yfirborðsvinna mun líklega hefjast í júní

Hafnarfjarðarhöfn sér um framkvæmdir við fyllinguna og í framhaldi verður farið í endurbætur á Norðurgarðinum, með grjótvörn að utanverðu og enduruppbyggingu og hækkun garðsins sem mun nýtast sem útivistarsvæði. Það er verktakafyrirtækið Hagtak sem sér um fyllingar og grjótvörn og verður mest allt efni flutti á pramma sjóleiðina frá Óseyrarbryggju að Norðurbakka til að tryggja sem minnst rask á íbúðasvæðinu við bakkann. Stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið í enda maí og vinna á yfirborði hefjist í júní.

Nánari upplýsingar um framkvæmdina í heild er að finna hér

Ábendingagátt