Kort af bænum
Kortavefur Hafnarfjarðar
Kortavefur Hafnarfjarðar er öflugt tól til að kynnast bænum betur. Þar má til dæmis finna upplýsingar um fasteignir, skipulag, teikningar, lausar lóðir, veitur, samgöngur, þjónustu og umhverfið. Í valmyndinni opnarðu þá flokka sem þú vilt skoða og hakar við þær upplýsingar sem þú vilt sjá. Fyrir ofan valmyndina eru möguleikar eins og að nota mælistiku til að mæla vegalengdir á kortinu og fara í tímaflakk með því að skoða loftmyndir af bænum aftur til ársins 1966.
Upplýsingamyndband um kortavefinn
Hvað er hægt að finna á kortavefnum?
Það má finna margvíslegar upplýsingar á kortavefnum.
Dæmi um það sem sem finna má:
- Teikningar húsa og lóða í bænum
- Lausar lóðir
- Aðalskipulag
- Leikvellir
- Grenndargámar
- Hálkuvörn gatna
- Snjómokstur gatna
- Snjómokstur göngustíga
- Veitingastaðir
- Göngu- og hjólaleiðateljarar
Síðan er hægt að finna margt fleira! Endilega kíktu á kortið til að kynnast bænum betur.