Hamranes götur, stígar, stofnanalóðir og veitur, breyting á lóð fyrir farsímaloftnet

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 14.09.2022 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Nýtt deiliskipulag fyrir Hamranes, götur, stígar, stofnanalóðir og veitur.

Hamraneshverfi var úthlutað sem þróunarreitur og hver reitur var skipulagður fyrir sig af lóðarhöfum. Þetta deiliskipulag gerir grein fyrir götum, stígum, stofnanalóðum og veitulóðum í hverfinu.

Breyting á deiliskipulag Hamranesnámu vegna lóðar fyrir farsímaloftnet.

Breytingin gerir ráð fyrir lóð undir farsímaloftneti á Hamranesi. Gert er ráð fyrir að mastur verði 12 m hátt, á lóð sem er 8 x 8 m að stærð. Aðkoma að lóðinni er eftir stíg sem tengist núverandi línuvegi sem liggur upp Hamranesið.

Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði Norðurhellu 2, frá 23.09. Einnig er hægt að kynna sér tillögurnar hér:

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eigi síðar en 4.11.2022 á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eða stílaðar á:

Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Strandgötu 6
220 Hafnarfjörður