Deiliskipulagsbreyting

  • 26.8.2022 – 7.10.2022

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 17. ágúst að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Á lóðinni er gert ráð fyrir að núverandi hús verði rifin og í stað þeirra verði byggð 3 hús með 15 misstórum íbúðum. Syðst og nyrst á lóðinni eru tveggja hæða einbýlishús en fyrir miðju verður tveggja til þriggja hæða L- laga klasahús. Gert er ráð fyrir 17 bílastæðum í bílageymslu og 4 stæðum á lóðinni.

Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði Norðurhellu 2, frá 26.08.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skal þeim skilað á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eigi síðar en 07.10.2022 eða skriflega í þjónustuver:

Hafnarfjarðarbær

bt. umhverfis- og skipulagssviðs
Strandgötu 6
220 Hafnarfjörður

Ábendingagátt