Framkvæmdaleyfi vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni

Í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar þann 27. september 2022 framkvæmdaleyfi vegna breikkunar Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni.

Framkvæmdaleyfið er gefið út eins og framkvæmdum er lýst í framkvæmda­leyfisumsókn, greinagerð og matskýrslu.

Framkvæmdaleyfið var gefið út þann 14.10 2022 í samræmi við ákvæði skipulagslaga og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772 frá 2012.

Álit skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir dags 21.12.2021.

Skilyrðum um útgáfu framkvæmdaleyfisins samkvæmt 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi hefur verið fullnægt, það er veiting framkvæmdaleyfis hefur verið samþykkt af leyfisveitanda og framkvæmdaleyfisgjald hefur verið greitt. Framkvæmdaleyfið og tengd gögn má nálgast hjá skipulagsfulltrúa og hér á vefnum.

Í samræmi við 4. gr. laga nr. 130 frá 2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, er vakin athygli á því að þeir sem eiga lögvarinna hagsmuna að gæta sem og umhverfis- og útivistarsamtök með minnst 30. félaga, enda samrýmist tilgangi samtakanna að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að, geta kært útgáfu leyfisins innan mánaðar frá birtingu auglýsingar í lögbirtingablaðinu þann 17.10.2022 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Borgartúni 21, 105 Reykjavík, sjá nánar heimasíðu nefndarinnar uua.is.

Ábendingagátt