Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fulltrúar stjórnvalda, bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og Tækniskólans undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um byggingu framtíðarhúsnæðis fyrir skólann við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. Þörf Tækniskólans fyrir nýtt húsnæði er mjög brýn, enda starfar hann nú í níu byggingum víða um höfuðborgarsvæðið. Með nýrri skólabyggingu er ætlunin að sameina starfsemina undir einu þaki, í nútímalegu húsnæði sem uppfyllir þarfir skólans og nemenda hans.
Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Egill Jónsson stjórnarformaður Tækniskólans skrifuðu undir yfirlýsinguna í dag. Í henni sammælast þau um að skipa fulltrúa í verkefnastjórn, rýna fyrirliggjandi þarfagreiningar og tillögur um fyrirkomulag eignarhalds og fjármögnun verkefnisins. Þá staðfestir Hafnarfjarðarbær vilja bæjaryfirvalda til að leggja fram stofnfjárframlag frá bænum í formi lóðar án kvaða og gjalda, ásamt beinu fjárframlagi samkvæmt nánara samkomulagi þar um. Stefnt er að því að niðurstaða greiningarvinnu liggi fyrir í lok nóvember 2021.„Bygging nýs Tækniskóla er löngu tímabær, enda er núverandi húsnæði óheppilegt og löngu sprungið. Aðsókn í skólann hefur aukist mikið, rétt eins og aðsókn í starfs- og tækninám hefur gert almennt. Á undanförnum árum hefur mikil viðhorfs- og kerfisbreyting orðið og okkur hefur á kjörtímabilinu tekist að raungera áratuga gamlan draum um að auka vægi starfs- og verkmenntunar í landinu. Þeim árangri fagna ég mjög, en við þurfum að halda áfram og tryggja að verkmenntaskólarnir búi við góðar aðstæður,“ segir Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá vaxandi aðsókn í Tækniskólann, þar sem margar af undirstöðugreinum okkar samfélags eru kenndar. Samhliða fjölgun á þessu mikilvæga sviði skiptir máli að aðstaða til náms og kennslu þróist og stækki í takt við þarfirnar. Undirritunin í dag er stór áfangi og byrjunarreitur á þeirri góðu vegferð sem fram undan er,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir mikla uppbyggingu vera fyrirhugaða á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði þar sem mannlíf, þjónusta og atvinnulíf muni tengjast saman í lifandi heild. „Hugmyndafræði Tækniskólans um tengingu hans við umhverfi sitt fellur afar vel að uppbyggingunni og því rammaskipulagi sem liggur fyrir á svæðinu. Það er trú okkar að bygging Tækniskólans við Suðurhöfnina verði mikið gæfuspor bæði fyrir skólann og Hafnarfjörð,“ segir Rósa.
Egill Jónsson, formaður stjórnar Tækniskólans tekur í sama streng og segir undirritunina marka tímamót. „Þetta er mikill gleðidagur, því núverandi skólabyggingar dreifast um höfuðborgarsvæðið og eru allt að 75 ára gamlar. Nú byggjum við til framtíðar og styðjumst við hugmyndafræði sem hefur reynst vel um allan heim. Við höfum undirbúið verkefnið vel og erum sannfærð um að ný skólabygging muni stórefla starfs- og tækninám í landinu,“ segir Egill.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…