Fráveitan – unnið við lagfæringar á Ósnum

Fréttir

Starfsmenn Fráveitu Hafnarfjarðar og kafarar frá Köfunarþjónustunni hf. hafa lokið við það vandasama verk að hreinsa „Ósinn“ miðlunargeymi Fráveitu Hafnarfjarðar.

Starfsmenn Fráveitu Hafnarfjarðar og kafarar frá Köfunarþjónustunni hf. hafa lokið við það vandasama verk að hreinsa „Ósinn“ miðlunargeymi Fráveitu Hafnarfjarðar. Ástand geymisins var mun lakara en búist hafði verið við en annar tveggja hnífloka í botni hans var fastur og óvirkur. Smíði rörhluta og annarra íhluta er hafin en ljóst er að frágangur þeirra og verkið allt mun taka meiri tíma en til stóð.

Neyðarútrásir Fráveitunnar verða því áfram opnar, að minnsta kosti næstu tvær vikurnar og eru bæjarbúar beðnir velvirðingar á því. Að þessum breytingum afstöðnum mun útrennsli skolps um yfirföll í dælustöðvunum Krosseyri  og Óseyri verða nánast úr sögunni og heyra til algerra undantekninga úr geyminum.

Ábendingagátt