Frestur til skráningar í sumarleyfi til og með 18. mars

Fréttir

Leikskólar Hafnarfjarðar verða frá og með sumrinu 2021 opnir allt árið um kring. Opið er fyrir skráningu sumarleyfa frá 18. febrúar – 18. mars 2021. 

Nú fer hver að verða síðastur til að skrá leikskólabarn sitt í sumarleyfi sumarið 2021. Opið er fyrir skráningu til og með 18. mars. 

Leikskólar Hafnarfjarðar verða frá og með sumrinu 2021 opnir allt árið um kring. Markmið sumaropnunar er að koma til móts við óskir foreldra og auka möguleika á að foreldrar geti verið í sumarleyfi á sama tíma og börn þeirra. Sumarleyfistímabil leikskólabarna er frá 15. maí – 15. september ár hvert. Börn fædd 2015 sem fara í grunnskóla haustið 2021 eiga að ljúka leikskólagöngu sinni eigi síðar en 30. júlí 2021. Öll börn skulu taka samfellt sumarleyfi í leikskóla í 4 vikur.

Skráning sumarleyfis er bindandi og mikilvægt að allir foreldrar skili inn skráningu fyrir 18. mars nk. Skráning í sumarleyfi fer fram á Mínum síðum – opna skráningarform

Starfsemi leikskólanna fer eftir fjölda barna hverju sinni og getur því verið með breyttu sniði yfir sumartímann þegar flest börn eru í leyfi. Sumarstarfsfólk úr Vinnuskóla Hafnarfjarðar, 18 ára og eldri, bætist við hóp starfsfólks leikskólanna yfir sumartímann. Allt sumarstarfsfólk fer á nýliðanámskeið sem ætluð eru sérstaklega fyrir leikskólastarfsfólk og haldin verða á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Þegar skráningu allra sumarleyfa er lokið fá foreldrar nánari upplýsingar um skipulag leikskólastarfsins yfir sumarið. Gera má ráð fyrir sameiningu deilda og barnahópa einhvern hluta tímabilsins.

Mikilvægt er að virða tímamörk á skráningu sumarleyfa og því hvetjum við alla foreldra leikskólabarna í Hafnarfirði til að skrá börn sín í sumarleyfi sem fyrst.

Skrá mitt barn í sumarleyfi 2021

EfnisvalmyndFréttasafnEining

Ábendingagátt