Frestur um leikskólapláss lengdur – Nýr skóli í boði

Fréttir

Nýr leikskóli opnar í Hamraneshverfi í byrjun apríl. Þau sem hafa áhuga á að bæta Áshamri í val sitt um leikskóla geta breytt umsóknum inni á www.vala.is. Hægt er að sækja um leikskólapláss í 19 leikskólum til 11. mars.

Leikskólarnir í Hafnarfirði brátt 19 talsins

Nýr leikskóli opnar í Hamraneshverfi í byrjun apríl. Útinám og hæglæti í starfi verður áherslan í leikskólanum Áshamri sem staðsettur að Áshamri 9. Þar eru laust og börnin velkomin.

Þau sem hafa áhuga á að bæta Áshamri í val sitt um leikskóla geta breytt umsóknum inni á www.vala.is. Allar breytingar þurfa að berast fyrir 11. mars.

Hægt er að sækja um leikskólapláss í 19 leikskólum víðsvegar um bæinn okkar.  Sjáðu leikskólana hér.

Miðað er við að börn fái leikskólapláss í Hafnarfirði allt frá 15 mánaða aldri.

Ábendingagátt