Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður, söngvari, lagasmiður, sjónvarpsmaður, bókahöfundur og fjölskyldufaðir í Hafnarfirði, er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021. Hann hefur frá unga aldri sungið sig inn í hug og hjörtu Hafnfirðinga og auðgað menningarlíf bæjarins með framkomu sinni, skemmtun og viðburðum.
Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður, söngvari, lagasmiður, sjónvarpsmaður, bókahöfundur og fjölskyldufaðir í Hafnarfirði, er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021. Hann hefur frá unga aldri sungið sig inn í hug og hjörtu Hafnfirðinga og auðgað menningarlíf bæjarins með framkomu sinni, skemmtun og viðburðum. Bæjarlistamaður fær 1,5 milljónir í viðurkenningarskyni til að vinna áfram að list sinni. Hefð hefur skapast fyrir því að síðasti vetrardagur er haldinn hátíðlegur í Hafnarfirði með tilkynningu um val á bæjarlistamanni ársins.
Friðrik Dór söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar árið 2009 þegar hans fyrsta lag „Hlið við hlið“ sló í gegn og hefur sent frá sér hvern slagarann á fætur öðrum síðan. Hann var valinn nýliði ársins á hlustendaverðlaunum FM957 árið 2010 og í kjölfarið kom út platan „Allt sem þú átt“ en með henni breytti Friðrik Dór landslaginu í íslenskri tónlist og festi sig í sessi sem einn af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Plöturnar eru nú orðnar þrjár, Allt sem þú átt (2010), Vélrænn (2012) og Segir ekki neitt (2018), og vinnur Friðrik Dór þessa dagana að sinni fjórðu breiðskífu sem mun líta dagsins ljós á árinu en fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu, „Segðu mér“, kom út í janúar. Friðrik Dór hóf feril sinn með hafnfirsku hljómsveitinni Fendrix sem hann stofnaði með félögum sínum í Setbergsskóla þegar hann var í 8. bekk. Hljómsveitin tók þátt í Músíktilraunum árið 2003 og komst í úrslit. Þá spilaði Friðrik Dór á trommur en hann stundaði nám í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar á sínum yngri árum. Meðal þekktra laga Friðriks eru Til í allt, Hringd’í mig, Fröken Reykjavík og lagið Í síðasta skipti sem Friðrik Dór flutti í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2015. Þrátt fyrir að lenda í öðru sæti það árið var hann hluti af íslenska hópnum sem tók þátt í undankeppni Eurovision það ár og lagið afar vinsælt.
Undir heitinu „Í síðasta skipti“ fagnaði Friðrik Dór þrítugsafmæli sínu með tvennum uppseldum tónleikum í Kaplakrika í október 2018 sem áttu að endurspegla ákveðin leiðarlok á ferli Friðriks. Tónleikarnir tókust einstaklega vel, Friðrik Dór fór á kostum á heimavelli og troðfullur Kaplakriki söng hástöfum með öllum vinsælustu lögum hans. Tónleikarnir voru sem betur fer langt í frá síðustu tónleikar Friðriks Dórs en hann og bróðir hans Jón Jónsson hafa til dæmis sameinað krafta sína á alvöru tónleikum í Bæjarbíó í sínum heimabæ og tjaldað öllu til enda báðir þekktir fyrir góða nærveru og mikla gleði. „Friðrik Dór er fjölhæfur listamaður sem hóf sína listsköpun með vinunum strax í grunnskóla og í námi sínu í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar sem hann hefur haldið mikilli tryggð og vináttu við ætíð síðan. Hann er unga fólkinu okkar frábær fyrirmynd og hefur fetað slóðir sem marga dreymir um að feta. Hæfileikabúnt, frábær söngvari og hugljúfur lagahöfundur með hjarta sem sannarlega slær í Hafnarfirði“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Við val á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar kallar menningar- og ferðamálanefnd eftir tilnefningum bæjarbúa og árlega berst mikill fjöldi þeirra enda í Hafnarfirði kraftmikið menningarlíf sem elur af sér frábært listafólk.
Þeir sem hlotið hafa nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í gegnum árin eru:
Við óskum Friðriki Dór innilega til hamingju með titilinn og þökkum einlægt og fallegt framlag í þágu samfélagsins í Hafnarfirði frá unga aldri.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…