Friends you haven´t met – sjónræn frásögn um ungt fólk

Fréttir

Sýningin „Friends you haven’t met,“ sjónræn frásögn um ungt fólk frá vinabæjunum Frederiksberg í Danmörku og Hafnarfirði á Íslandi, var  opnuð formlega í anddyri Ásvallalaugar og veislusal SH í gær af formanni menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar og sendiherra Danmerkur á Íslandi. Boðið var upp á léttar veitingar og ungt fólk sem tekur þátt í sýningunni flutti tónlistaratriði. Sýningin verður opin til 23. júní.

Sýningin „Friends you haven’t met,“ sjónræn frásögn um ungt fólk frá vinabæjunum Frederiksberg í Danmörku og Hafnarfirði á Íslandi, var  opnuð formlega í anddyri Ásvallalaugar og veislusal SH í gær af Kristni Andersen forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, Guðbjörgu Oddnýju Jónasdóttur  formanni menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar og Evu Egesborg Hansen sendiherra Danmerkur á Íslandi. Boðið var upp á léttar veitingar og Tómas Vigur sem jafnframt tekur þátt í sýningunni flutti tónlistaratriði. Sýningin verður opin til 23. júní.

Sjónræn frásögn um ungt fólk í sínum heimabæ 

Á sýningunni hitta gestir ungt fólk í sínum heimabæ og þau segja okkur frá því hvernig það er að vera ungur, hvað þau dreymir um í framtíðinni og hverju þau hafa mestan áhuga á þessa stundina. Hvernig færir það þeim gleði og tilfinningu fyrir frelsi? Vinabæirnir tveir eru mjög ólíkir en hins vegar eiga ungmennin margt sameiginlegt. Höfundar að hugmynd, ljósmyndum og hönnun eru Shazia Khan og Mette Lauritzen og er verkefnið styrkt af Hafnarfjarðarbæ, Frederiksberg-sjóðnum, sveitarfélaginu Frederiksberg, Dansk-íslenska sjóðnum og Dansk-íslenska samstarfssjóðnum.

_V1A9754

70 ára vinabæjarafmæli

Árið 2021 eiga Hafnarfjörður og Frederiksberg 70 ára vinabæjarafmæli. Hafnarfjörður gerðist aðili að norrænni vinabæjarkeðju árið 1951 með Frederiksberg í Danmörku, Uppsala í Svíþjóð, Bærum í Noregi og Hämeenlinna í Finnlandi. Samvinnan á milli bæjanna byrjaði eftir heimsstyrjöldina síðari þegar þeim fannst þörf á að styrkja sambandið á milli Norðurlandaþjóðanna. Í dag leggja þessir vinabæir aðallega áherslu á menningarleg samskipti, íþrótta- og viðskiptaleg tengsl.

Bjartir dagar í allt sumar 

Sýningin er hluti Björtum dögum. Frá upphafi hátíðar síðasta vetrardag hefur sérstök áhersla verið lögð á unglingamenningu í dagskrá hátíðarinnar til þess að hvetja ungt fólk til virkrar þátttöku í menningarstarfi og veita þeim tækifæri til að njóta lista og menningar og virkja sköpunarkraft þeirra. Í venjulegu ári stendur þessi fyrsta bæjarhátíð landsins yfir í fimm daga en í ár mun hátíðin, sem hófst síðasta vetrardag með vali á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar, afhendingu menningarstyrkja og sumarsöng nemenda, standa yfir í allt sumar og vera hattur fjölbreyttra hátíðarhalda. 

Ábendingagátt