Frístundaakstur hefst 2. september

Fréttir

Frístundaakstur hefst að nýju mánudaginn 2. september og eru það Hópbílar sem sjá um aksturinn. Tekið er á móti skráningum rafrænt í gegnum Mínar síður. 

Frístundaakstur hefst að nýju mánudaginn 2. september og eru það Hópbílar sem sjá um aksturinn.  Tekið er á móti skráningum rafrænt í gegnum Mínar síður og skráningarkerfið VÖLU.  Gert er ráð fyrir að milli 1600-1800 nemendur nýti sér þjónustuna skólaárið 2019-2020.

Aukin aðsókn í frístundaakstur og akstur til fleiri félaga

Um er að ræða aukna þjónustu við hafnfirskar fjölskyldur sem endurvakin var haustið 2017 og ekur frístundabíllinn alla virka daga frá tíu frístundaheimilum til fjölda tómstundaheimila og íþróttafélaga í Hafnarfirði. Fjölskyldur í Hafnarfirði eru duglegar að nýta sér þjónustuna sem sýnir sig best í aukinni aðsókn. Frístundaakstur fyrir skólaárið 2019-2020 hefst mánudaginn 2. september og eru upphafsstaðir allir grunnskólar í Hafnarfirði og áfangastaðir mismunandi tómstundaheimili og íþróttafélög s.s. Listdansskólinn, tónlistarskólinn, Bjarkirnar, FH, Haukar, SH, Badmintonfélag Hafnarfjarðar og Golfklúbburinn Keilir eða allt eftir því hvar börn eru skráð til æfinga í Hafnarfirði. Þjónustan er í boði fyrir alla nemendur 1.- 4. bekkjar á æfingar sem hefjast kl. 15 og 16 og verður þjónustan í boði alla virka daga fram að jólafríi utan þess
að aksturinn fellur niður í vetrarfríi. Aksturinn er sem fyrr foreldrum að kostnaðarlausu.  Starfsmaður
frá frístundaheimili verður með í hverri
ferð og tryggir öryggi krakkanna í rútunni og að viðkomandi fari á réttan stað.  Börn sem ekki eru skráð í frístundaheimili í 1. – 4. bekk
geta einnig nýtt sér aksturinn en það er á ábyrgð foreldra að skrá þau og
tryggja að þau séu mætt á réttum tíma á upphafsstað frístundaakstursins. Forráðamenn sækja börnin þegar æfingu er lokið.

Nýtt skráningarkerfi – Vala

Hafnarfjarðarbær hefur tekið upp nýtt og notendavænt skráningarkerfi fyrir frístundaheimilin sem auðveldar alla skráningu og skipulag. Æfingatöflur liggja nú fyrir hjá flestum íþróttafélögum. Mælst er til þess að skrá börn fyrst á æfingar og síðan í aksturinn en allir munu komast að í aksturinn. Skráning í akstur fer fram í gegnum MÍNAR SÍÐUR undir valinu: Grunnskólar/Skráning í frístund. Þaðan er farið yfir í Völu.

Samstarfsverkefni sem skilar árangri 

Þessu árangursríka verkefni er ætlað að stytta vinnudag barna, auka þjónustu við hafnfirskar fjölskyldur, nýta íþróttamannvirkin enn betur, styðja við starf íþrótta- og tómstundafélaga, auka aðgengi allra barna að heilbrigðu íþrótta- og æskulýðsstarfi og gera starf frístundaheimilanna enn skemmtilegra. Verkefnið er unnið í samvinnu Hafnarfjarðarbæjar við hafnfirsk íþróttafélög og Hópbíla.

Nánari upplýsingar um frístundaakstur í Hafnarfirði er að finna HÉR

Ábendingagátt