Frístundaakstur hefst mánudaginn 30. ágúst

Fréttir

Frístundabíll Hafnarfjarðarbæjar hefur göngu sína á ný eftir sumarfrí mánudaginn 29. ágúst. Öllum börnum í 1. – 4. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar stendur til boða akstur á æfingar sem hefjast klukkan 15 og 16. Ekið er alla virka daga fram að jólafríi utan þess að aksturinn fellur niður í vetrarfríi. 

Aksturinn er foreldrum og forsjáraðilum að kostnaðarlausu

Frístundabíll
Hafnarfjarðarbæjar hefur göngu sína á ný eftir sumarfrí mánudaginn 29. ágúst. Öllum
börnum í 1. – 4. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar stendur til boða akstur
á æfingar sem hefjast klukkan 15 og 16. Ekið er alla virka daga fram að
jólafríi utan þess að aksturinn fellur niður í vetrarfríi. Ekið er á fjölmarga
staði:

  • Listdansskóli Hafnarfjarðar
  • Tónlistarskóli Hafnarfjarðar
  • Fimleikafélagið Björk
  • Fimleikafélag Hafnarfjarðar – FH. Nær til æfinga í Kaplakrika
  • Haukar. Nær til æfinga á Ásvöllum
  • Sundfélag Hafnarfjarðar – SH
  • Badmintonfélag Hafnarfjarðar
  • Golfklúbburinn Keilir
  • ….eða allt eftir því hvar börn eru skráð til
    æfinga.

Æfingatöflur liggja nú fyrir hjá flestum íþróttafélögum og
eru fjölmargir foreldrar byrjaðir að skrá börnin sín þar. Verkefnið er unnið í
samvinnu Hafnarfjarðarbæjar við íþróttafélögin og Hópbíla sem sjá um aksturinn.
Gott er að skrá börn fyrst á æfingar og síðan í aksturinn.

Skrá barn í frístundaakstur 

Starfsmaður frá frístundaheimili
við viðkomandi skóla verður með í hverri ferð og tryggir öryggi krakkanna í
rútunni og að barn skili sér í rétt félag. Börn sem ekki eru skráð í
frístundaheimili í 1. – 4. bekk geta einnig nýtt sér aksturinn en það er á
ábyrgð foreldra að skrá þau og tryggja að þau séu mætt á réttum tíma á
upphafstað frístundaakstursins. Forráðamenn sækja börnin þegar æfingu er lokið.

Það er á ábyrgð
foreldra/forráðamanna að breyta umsókn ef breytingar verða á æfingum eða
æfingatíma og vakin er athygli á því að skráningar og breytingar taka gildi
eftir sólarhring. Ferlið er það sama og ef um nýja umsókn er að ræða. Ekki
er hægt að gera breytingar í tölvupósti eða í síma. 

Ábendingagátt