Frístundaheimili Hauka

Fréttir

Hafnarfjarðarbær og Knattspyrnufélagið Haukar hafa gert samning um að Haukar með stuðningi Hafnarfjarðarbæjar reki áfram frístundaheimili fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára. Frístundaheimilið er rekið á Ásvöllum.

Haukar reka áfram frístundaheimili.

Hafnarfjarðarbær og Knattspyrnufélagið Haukar hafa gert
samning um að Haukar með stuðningi Hafnarfjarðarbæjar reki áfram frístundaheimili fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára.

Frístundaheimilið er rekið á
Ásvöllum og eru í dag 55 börn skráð í frístund og fjölgar þeim í 60 á næstu dögum. Hér er um að ræða börn sem annars væru í frístundaheimilinu Hraunsel í Hraunvallaskóla.
Almenn ánægja er með þetta verkefni og þarna gefst krökkunum tækifæri á að
blanda saman íþróttum, hreyfingu og ýmsum tómstundum meðan þau eru á frístundaheimilinu. Það voru framkvæmdastjóri Hauka, Magnús Gunnarsson og Fanney
Dóróthe Halldórsdóttir, fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar sem skrifuðu undir
samninginn.

IMG_4431

Áhersla á hreyfingu og hreyfileiki

Haukar hafa staðið fyrir rekstri frístundaheimilis að Ásvöllum í tvö ár með góðum árangri, Frístundaheimilið er í boði alla virka daga fyrir grunnskólanemendur í 1. og 2. bekk. Börnin eru sótt í skólann og komið á Ásvelli. Á frístundaheimili Hauka er farið í ýmsa leiki, glímt við þrautir, farið út, spilað, Lego, litað og fleira. Áhersla er lögð á hreyfingu og hreyfileiki en ávallt er í boði fyrir börnin að taka því rólega eins og að lita, spila og fleira. Aðstaða samkomusalur Hauka, stóri íþróttasalurinn og náttúran í kring.  Forstöðumaður  er Íris Óskarsdóttir. Hún er menntuð með BA gráðu í tómstundar- og félagsmálafræði frá HÍ. Hún hefur verið forstöðumaður frístundaheimilis Lækjarskóla í nokkur ár og hefur því töluverða reynslu.

Sjá nánar hér

Ábendingagátt