Frístundastyrkir hækka

Fréttir

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær að hækka frístundastyrki til hafnfirskra barna um 500 krónur á mánuði eða úr 4.000.- krónum í 4.500.- sem lið í aukinni þjónustu við hafnfirskar fjölskyldur. Nemur frístundastyrkur nú 54.000 krónum á ári á barn. 

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær að hækka frístundastyrki til
hafnfirskra barna um 500 krónur á mánuði eða úr 4.000.- krónum í 4.500.- sem lið í aukinni þjónustu við hafnfirskar fjölskyldur. Nemur frístundastyrkur nú 54.000 krónum á ári á barn. 

Ísland hefur getið sér gott orð í nágrannalöndum fyrir mikla þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og tómstundastarfi sem hefur áfram jákvæð áhrif á lífsvenjur þeirra. Með þessari hækkun er
Hafnarfjarðarbær að styðja enn frekar við íþrótta- og tómstundaiðkun barna og
efla í leiðinni forvarnir, heilbrigða lífshætti og stuðla að vellíðan barna og
ungmenna auk þess að ýta undir og tryggja jafnari aðgang allra
barna að íþrótta- og tómstundastarfi. 

Þessi hækkun er afturvirk og tók gildi frá og með 1. september
síðastliðnum. Þeir foreldrar sem gengu frá greiðslu á frístund fyrir 20.ágúst
eru vinsamlega beðnir um að sækja um endurgreiðslu á frístundastyrk vegna
hækkunar 1.september inn á MÍNUM SÍÐUM eða hafa samband við
þjónustuver: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is

Nánari upplýsingar um frístundastyrkinn má finna HÉR

Ábendingagátt