Frístundastyrkur frá fimm ára aldri — Sækjum um

Fréttir

Fimm ára börn hafa bætast í hóp þeirra barna sem fá frístundastyrk hér í Hafnarfirði. Börnin fá hálfan styrk eða 28.500 krónur á ári. Hafnarfjarðarbær hefur hingað til greitt styrkinn til 6-18 ára. Munum frístundastyrkinn í vetur.

Frístundastyrkur fyrir barnafjölskyldur

Fimm ára börn hafa bætast í hóp þeirra barna sem fá frístundastyrk hér í Hafnarfirði með tómstundum sínum. Börnin fá hálfan styrk eða 28.500 krónur á ári. Hafnarfjarðarbær hefur hingað til greitt styrkinn til 6-18 ára. Munum frístundastyrkinn í vetur.

Nýtum styrkinn

En hvernig nýtum við styrkinn? Þegar foreldrar eða forsjáraðilar skrá barn rafrænt í starf hjá íþrótta- og tómstundafélagi er hægt að velja að nýta frístundastyrk gegnum Abler hjá þeim félögum sem eru með samning við bæinn. Styrkurinn er dreginn frá þátttökugjöldum í hverjum mánuði. Ekki er hægt að endurgreiða styrk frá félagi ef búið er að ráðstafa styrknum þangað.

Félögin mega vera innan eða utan Hafnarfjarðar. Nemendur í tónlistarnámi geta einnig notað frístundastyrkinn.

Íþróttafélag birtist ekki

Hvað gerum við ef íþróttafélag barnsins birtist ekki? Ef íþróttafélag kemur ekki upp í listanum á Mínum síðum getur þú haft samband við þjónustuver í síma 585 5500 eða á hafnarfjordur@hafnarfjordur.is til að athuga hvort að félagið sé með samning við Hafnarfjarðarbæ.

Ábendingagátt