Frístundastyrkur fyrir 67 ára og eldri

Fréttir

Hafnfirðingar 67 ára og eldri, sem uppfylla ákveðin tekjuviðmið, geta fengið 4000 greiddar í frístundastyrk á mánuði.

já, hreyfingin styrkir meistarann!

Reglur um frístundastyrki fyrir 67 ára og eldri hafa nú verið uppfærðar. Greiddar eru 4.000 krónur fyrir hvern iðkanda á mánuði eða allt að 48.000 krónur í heildargreiðslu á ári til þeirra sem uppfylla ákveðin tekjuviðmið.

Markmið með greiðslunum er að hvetja eldri Hafnfirðinga til þátttöku í heilsueflandi íþrótta- og tómstundastarfi og efla almennt heilbrigði og hreysti þessa aldurshóps.

  • Einstaklingar sem eru með 442.912 kr. á mánuði í tekjur samkvæmt skattframtali 2022, geta sótt frístundastyrkinn. Tekjuviðmið fyrir hjón er 575.786 krónur á mánuði fyrir frístundastyrkinn. Tekjuviðmið taka breytingum árlega miðað við breytingar á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.

Samkvæmt nýju reglunum þarf umsækjandi um frístundastyrk að skila inn umsókn um styrkinn, skattframtali síðasta árs og kvittun fyrir iðkun.

Sækja skal um greiðslur á Mínum síðum.

Það er yndislegt að geta hreyft sig! Njótum lífsins

 

Nánar:

  • Árgjald/félagsgjald er greitt í einu lagi gegn framvísun greiðslukvittunar og þarf að berast fyrir árslok þess árs sem gjaldið nær yfir.
  • Sækja skal um frístundastyrk á mínum síðum hjá Hafnarfjarðarkaupstað. Með umsókn þarf að skila: skattframtali síðasta árs, frumriti af greiðslukvittun þátttökugjalds fyrir viðkomandi iðkanda eigi síðar en tveim mánuðum eftir að þátttöku í kennslunni/þjálfuninni lýkur.
  • Niðurgreiðsla er greidd inn á reikning iðkandans innan tveggja mánaða frá samþykkt.

Hér má finna nýuppfærðu reglurnar.

Ábendingagátt