Frístundastyrkur hækkaður

Fréttir

Breytingar á gjaldskrá og niðurgreiðslum á fræðslu- og frístundasviði voru samþykktar af fræðsluráði og bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar í vor. Hækkun á systkinaafslætti tók gildi 1. september og breyting á frístundastyrkjum frá og með 1. nóvember.

Frístundastyrkur hækkaður frá 1.
nóvember

Breytingar á gjaldskrá
og niðurgreiðslum á fræðslu- og frístundasviði voru samþykktar af fræðsluráði
og bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar í vor. Hækkun á systkinaafslætti tók gildi 1.
september og breyting á frístundastyrkjum frá og með 1. nóvember 2016. Frístundastyrkur
er nú 3000 kr. á mánuði auk þess sem unglingar til 18 ára aldurs geta nú nýtt niðurgreiðsluna.
Aldur var áður bundinn við 16 ár. 

Frístundastyrkur hækkar í 3000 kr. á mánuði og verður sama
upphæð fyrir alla aldurshópa. Áður fengu 6-12 ára kr. 1700.-  á mánuði í niðurgreiðslu þátttökugjalda en 13-16
ára kr. 2250.- Auk þess var gildur aldur fyrir frístundastyrk hækkaður um tvö
ár og því fá 16 og 17 ára unglingar og foreldrar þeirra tækifæri til að nýta
sér styrkinn. Markmið bæjarins er að tryggja jafnan aðgang barna og unglinga að
tómstundastarfi, auka virkni barna og hvetja til þátttöku í skipulögðu íþrótta-
og félagsstarfi. Aðgerðinni er einnig ætlað að sporna gegn brottfalli unglinga
úr íþrótta- og tómstundastarfi. Hægt verður að nota
frístundastyrkinn í að niðurgreiða fleiri en eina íþrótt eða frístund í hverjum
mánuði.

Foreldrar barna sem þegar hafa greitt fullt gjald fyrir frístund barna sinna mega vænta endurgreiðslna fyrir nóvember og desember og munu fá upplýsingar þess efnis sendar til sín.

Ábendingagátt