Frístundastyrkur sumarið 2022 – breyttar reglur

Fréttir

Breyting hefur verið gerð á notkun frístundastyrkja barna og ungmenna 6-18 ára yfir sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst. Nú geta börn og ungmenni sem ekki nýta frístundastyrk þessa mánuði nýtt mánaðarlega styrkupphæð kr. 4.500.- til að greiða niður sumarnámskeið sem er samtals í 8 daga eða lengur hvern mánuð.

 

Breyttar reglur um frístundastyrki barna 6-18 ára yfir sumarið

Breyting hefur verið gerð á notkun frístundastyrkja barna og ungmenna 6-18 ára yfir sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst. Nú geta börn og ungmenni sem ekki nýta frístundastyrk þessa mánuði nýtt mánaðarlega styrkupphæð kr. 4.500.- til að greiða niður sumarnámskeið sem er samtals í 8 daga eða lengur hvern mánuð. Fræðsluráð samþykkti breyttar reglur og sérákvæði á fundi ráðsins þann í apríl sl. Greitt er út 20. hvers mánaðar fyrir þær umsóknir sem berast til og með 15. sama mánaðar. Ekki er hægt að flytja styrkinn milli mánaða.

Sækja þarf sérstaklega um endurgreiðsluna í gegnum Mínar síður: Mínar síður -> umsóknir -> tómstundir -> styrkur við íþrótta- og tómstundaiðkun 6 til 18 ára. Fylla þarf út formið og setja kvittun í viðhengi og þá fer umsóknin inn til afgreiðslu.

Á greiðslukvittun þarf eftirfarandi að koma fram:

 

  • Fullt nafn og kennitala iðkanda
  • Heiti íþrótta-, skóla eða tómstundafélags og hvaða deild eða námskeið barnið er á
  • Upphafs- eða lokadagsetning námskeiðs sem greitt er fyrir
  • Heildarkostnaður námskeiðs
  • Stimpill/undirritun starfsmanns

 

Þjónustuver veitir frekari aðstoð og upplýsingar í s. 585-5500 eða gegnum netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is 

Ábendingagátt