Frístundastyrkur til tungumálanáms fyrir börn með erlendan bakgrunn

Fréttir

Nýverið opnaði Hafnarfjarðarbær fyrir þann möguleika að hafnfirsk börn með erlendan bakgrunn geta nýtt frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar til að greiða þátttökugjöld fyrir íslenskunám og móðurmálskennslu svo framarlega sem framfylgt sé öðrum viðmiðum reglna um frístundastyrk ss. varðandi tímalengd og hæfi kennara og þjálfara.

Frístundastyrkur í móðurmáls- og íslenskunám fyrir börn með erlendan bakgrunn

Nýverið opnaði Hafnarfjarðarbær fyrir þann möguleika að hafnfirsk börn með erlendan bakgrunn geta nýtt frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar til að greiða þátttökugjöld fyrir íslenskunám og móðurmálskennslu svo framarlega sem framfylgt sé öðrum viðmiðum reglna um frístundastyrk ss. varðandi tímalengd og hæfi kennara og þjálfara.

Tvöfaldur styrkur ef barn stundar bæði frístund og tungumálanám

Ef barn með erlendan bakgrunn er að nýta frístundastyrk sinn nú þegar í hefðbundið íþrótta- og tómstundastarf og hyggst samhliða sækja móðurmáls- eða íslenskukennslu er veitt heimild á meðan á námskeiðinu stendur til að tvöfalda frístundastyrk bæjarins þannig að viðkomandi geti stundað hvorutveggja. Markmið Hafnarfjarðarbæjar er að tryggja jafnan aðgang barna og ungmenna að tómstundastarfi, auka virkni þeirra og hvetja til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og félagsstarfi. Þetta skref er liður í þeirri vegferð.

Upphæð og umsóknarferli

Hafnarfjarðarbær veitir öllum foreldrum og forsjáraðilum barna og ungmenna í Hafnarfirði á aldrinum 6 til 18 ára mánaðarlegan frístundastyrk að upphæð kr. 4.750.- vegna þátttöku þeirra í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Frá og með 1. janúar árið sem barn verður sex ára getur það byrjað að fá styrk og hættir að fá styrk 31. desember árið sem það verður átján ára. Sótt er um frístundastyrk vegna móðurmáls- og íslenskunáms í gegnum Mínar síður á vef Hafnarfjarðarbæjar: Umsóknir -> tómstundir -> frístundastyrkur 6 til 18 ára utan Sportabler og Nóra. Þar þarf að fylla inn allar viðeigandi upplýsingar um styrkþega, setja kvittun í viðhengi og senda inn umsókn til afgreiðslu. Greitt er út 20. hvers mánaðar fyrir þær umsóknir sem berast til og með 15. sama mánaðar.

——————————-

Umsóknarform á Mínum síðum

Reglur um frístundastyrk á íslensku

Ábendingagátt