Frítt í sund í vetrarfríi

Fréttir

Vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar dagana 20. og 21. febrúar 2020. Frítt er í sund í Hafnarfirði þessa daga fyrir alla fjölskylduna. Vakin er athygli á því að kennslulaug og vaðlaug í Ásvallalaug eru lokaðar til og með föstudegi. 

Vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar dagana 20. og 21. febrúar 2020. Frítt er í sund í Hafnarfirði þessa daga fyrir alla fjölskylduna:

Vakin er sérstök athygli á því að frá og með áramótum hafa börn og ungmenni yngri en 18 ára farið frítt í sund í Hafnarfirði. Þessa tvo daga (20. – 21. febrúar) verður hins vegar frítt fyrir fjölskylduna. ATH – lokun lauga í Ásvallalaug. Einnig er vakin sérstök athygli á því að 16 m kennslulaug, vaðlaug og rennibraut í
Ásvallalaug eru lokaðar frá þriðjudeginum 18. febrúar til og með föstudeginum 21. febrúar vegna viðhaldsframkvæmda og lagfæringa. Þökkum sýndan skilning. 

Notum tækifærið – höfum það gaman saman í sundi!

Gleðilegt og gott vetrarfrí!

Ábendingagátt