Fulltrúar okkar á Samfés

Fréttir

Föstudaginn 20. janúar var Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar haldin en þessi árlega keppni er undankeppni Söngkeppni Samfés. Sigurvegarar kvöldsins og þar með fulltrúar félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar á Samfés voru Birta Guðný Árnadóttir úr Vitanum og Agnes Björk Rúnarsdóttir úr Öldunni.

Föstudaginn 20. janúar var Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar haldin en þessi árlega keppni er undankeppni Söngkeppni Samfés sem verður í Laugardalshöll laugardaginn 24. mars næstkomandi. Sigurvegarar kvöldsins voru Birta Guðný Árnadóttir úr Vitanum og Agnes Björk Rúnarsdóttir úr Öldunni.

Bæjarbíó fullt af hæfileikaríkum hafnfirskum ungmennum

Keppnin fór fram í Bæjarbíói og var húsið troðfullt og dúndrandi stemning. Alls tóku tólf atriði þátt, tvö atriði úr hverri félagsmiðstöð en þau atriði höfðu verið valin í undankeppnum sem félagsmiðstöðvarnar héldu fyrr í vetur. Dómarar voru þau Una María Bergmann, Sandra Lind Þorsteinsdóttir, Unnur Sara Eldjárn og Daníel Arnarson og kynnir kvöldsins Andrés Þór Þorvarðarson starfsmaður í félagsmiðstöðinni Hrauninu. 

Sigurvegarar kvöldsins og þar með fulltrúar félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar á Samfés voru Birta Guðný Árnadóttir úr Vitanum með lagið Proud Mary með Tinu Turner og Agnes Björk Rúnarsdóttir úr Öldunni með lagið This is a man´s world með James Brown. Dómarar sem og áhorfendur voru allir sammála um að keppnin hafi verið einstaklega hörð í ár enda ótrúlega hæfileikaríkir krakkar í Hafnarfirði. Við óskum keppendum öllum til hamingju með frábæran árangur og hlökkum ti að sjá sigurvegarana vera stolt okkar á Samfés.

Ábendingagátt