Fulltrúar nemendaráða funda

Fréttir

Miðvikudaginn 25. október síðast liðin var haldið námskeið fyrir fulltrúa í stjórnum nemendafélaga grunnskólanna í Hafnarfirði.

Miðvikudaginn 25. október síðast liðin var haldið námskeið fyrir fulltrúa í stjórnum nemendafélaga grunnskólanna í Hafnarfirði.

Markmið dagsins er að efla starf nemendafélaganna, leyfa fulltrúum nemendaráðanna að kynnast og leggja drög að samstarfi vetrarins. Farið var í hópefli og yfir grunnatriðin í því hverju það felst að vera í nemendaráði. Þá þjálfuðust unglingarnir í undirbúningi og framkvæmd viðburða og lýðræðislegum vinnubrögðum.

Námskeiðið fór fram í Kaldárseli og mættu um 72 unglingar á námskeiðið og sýndu sínar bestu hliðar. Það skiptir miklu máli að starf nemendafélaganna sé öflugt og námskeiðið er góð innspýting í starfið í vetur.

Ábendingagátt