Fullur vilji til að taka á móti flóttamönnum

Fréttir

Bæjarstjórn staðfesti i dag samþykkt fjölskylduráðs frá 28. ágúst síðastliðnum um fullan vilja til að taka þátt í verkefni ríkisstjórnarinnar varðandi móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks.

Bæjarstjórn staðfesti i dag samþykkt fjölskylduráðs frá 28. ágúst síðastliðnum um fullan vilja til að taka þátt í verkefni ríkisstjórnarinnar varðandi móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks.

Bæjarstjórn fól bæjarstjóra áframhaldandi samtal við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu Hafnarfjarðarbæjar að verkefninu þar sem meðal annars verði horft til nýlegrar reynslu bæjarins af móttöku flóttafólks.

Bæjarstjóra var  einnig falið að upplýsa bæjarráð um framgang viðræðnanna á meðan á þeim stendur og leggja svo fram útfærða, tímasetta og kostnaðarmetna áætlun þegar niðurstaða liggur fyrir

Ábendingagátt