Fundað með bæjarstjóra

Fréttir

Í dag kom Ævar Jóhannesson 10 ára nemi í  Lækjarskóla til fundar við Harald bæjarstjóra til að ræða um byggingarleyfi fyrir kofa sem hann og félagar hans vildu reisa í Lárugerði sem er staðsettur fyrir neðan hús KFUMK við Hverfisgötuna.

Í dag kom Ævar Jóhannesson 10 ára nemi í  Lækjarskóla til fundar við Harald bæjarstjóra til að ræða um byggingarleyfi fyrir kofa sem hann og félagar hans vildu reisa í Lárugerði sem er staðsettur fyrir neðan hús KFUMK við Hverfisgötuna.

Ræddu þeir möguleikann að byggja hús í tré í garðinum en á endanum var niðurstaða fundarins  sú að byggingarleyfi  var gefið út fyrir kofa á lóðinni.

Við óskum þeim félögum góðs gengis í byggingarframkvæmdunum.

Ábendingagátt