Fundargerð forsetanefndar

Fréttir

Á fundi forsetanefndar Hafnarfjarðarbæjar sl. mánudag voru drög að nýrri samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar til umræðu og drög að  reglugerð um Hafnarfjarðarhöfn.

Á fundi forsetanefndar Hafnarfjarðarbæjar sl. mánudag voru drög að nýrri samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar til umræðu og drög að  reglugerð um Hafnarfjarðarhöfn. Með fundargerðinni voru birtir minnispunktar frá Lögfræði- og velferðarsvið og hag-og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna vinnuskjals sem verið hafði í vinnslu hjá stjórnsýslu bæjarins og kom aldrei til þess að vinnuskjalið yrði lagt fyrir forsetanefndina eða aðra kjörna fulltrúa.

Breytt drög að hafnarreglugerð voru lögð fram 31.ágúst á fundi forsetanefndar og á minnisblaðið ekki við um þau drög. 

Ábendingagátt