Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

1. júní 2011 kl. 00:00

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 362

Mætt til fundar

 • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1105337 – Hvaleyrarbraut 30, endurnýjun á byggingaleyfi

   Hagtak hf sækir 18.05.2011 um endurnýjun á byggingarleyfi sem var samþykkt þann 13.02.2008

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

  • 11022270 – Flatahraun 5a, breyting inni.

   Burger-inn ehf, sækir um leyfi til að breyta núverandi söluturni og skyndibitastað í matsölustað með heimsendingarþjónustu. Eldhús stækkað, bætt við snyrtingu. Engin breyting á útliti, burðarvirki eða skráningu. Samkvæmt teikningu Óla G.H.Þórðarsonar dagss. 08.02.11. Umsögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis liggur fyrir.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

  • 1106007 – Grandatröð 5, stöðuleyfi

   Ómar Imsland Grandatröð 5 óskar eftir þann 1. júní 2011 eftir stöðuleyfi fyrir tvo 20 feta gáma innan lóðar, samþykki meðeiganda í húsi liggur fyrir.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfið til eins árs. Að þeim tíma loknum fjarlægist gámarnir.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1105490 – Hrauntunga 24, göngustígur

   Borist hefur tölvupóstur frá Arnfríði Arnardóttur dags.25.5.11, þar sem bent er á að búið er að loka göngustíg við Hrauntungu með læstu hliði. Stígurinn er á bæjarlandi og liggur milli Hrauntungu 24 og 26. Hún óskar eftir því að stígurinn verði áfram göngufær þar sem börn fara þar í gegn á leið í skólann.

   Komið hefur í ljós að stígurinn er á bæjarlandi og skv. núgildandi deiliskipulagi er stígur á þessum stað. Því er lóðarhafa skylt að fjarlægja lokað hlið.

  • 1105483 – Lækjargata 10b, kvistur

   Freyja Árnadóttir sækir 26.05.2011 um að setja kvist á suðurhlið hússins, einnig andýri lengt um 50cm í suður samkvæmt teikningum Aðalsteins V. Júlíussonar dagsettar 24.05.2011

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar Húsafriðunarnefndar ríkisins.

  • 1105516 – Álfaskeið 16, Fyrirspurn

   Pálmar Ólason leggur 31.05.11 inn fyrirspurn um að fá leyfi fyrir viðbyggingu við hús að Álfaskeiði 16. Sjá Meðfylgjandi gögn.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.<BR&amp;amp;gt;<BR&amp;amp;gt;<BR&amp;amp;gt;<DIV&amp;amp;gt;<DIV&amp;amp;gt;</DIV&amp;amp;gt;</DIV&amp;amp;gt;

  C-hluti erindi endursend

  • 1105456 – Flatahraun 5a, Breyting á innra skipulagi

   Matarveislur ehf sækir um þann 24.05.2011 um breytingu á innraskipulagi á Flatahrauni 5a samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 24.05.2011. Skráningartafla barst 30.05.2011.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.<BR&amp;amp;gt;<DIV&amp;amp;gt;<DIV&amp;amp;gt;<DIV&amp;amp;gt;</DIV&amp;amp;gt;</DIV&amp;amp;gt;</DIV&amp;amp;gt;

  • 1105489 – Þrastarás 63, Fyrirspurn

   Grímur Agnarsson Þrastarási 63 óskar eftir þann 26.05.2011 að breyta bakgarði við húsið skv. meðfylgjandi gögnum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.<BR&amp;amp;gt;<DIV&amp;amp;gt;<DIV&amp;amp;gt;</DIV&amp;amp;gt;</DIV&amp;amp;gt;

  • 1106001 – Norðurbraut 1, byggingarleyfi

   Charlotta Oddsdóttir og Sverrir Jónsson dags. 31. maí 2011 óska eftir viðbyggingu og endurbótum á Norðurbraut 1.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem það samræmist ekki skipulagi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.<BR&amp;amp;gt;<DIV&amp;amp;gt;<DIV&amp;amp;gt;</DIV&amp;amp;gt;</DIV&amp;amp;gt;

Ábendingagátt