Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

22. júní 2011 kl. 13:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 365

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1106173 – Dalshraun 5.byggingarleyfi

   Húsfélagið Dalshrauni 5 sækir þann 20.06.2011 um leyfi til að minnka núverandi gluggafög á austur og vestur hlið hússins samkvæmt teikningum Guðmundar Möllers arkitekts dags. 9. mars 2011.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

  • 1106176 – Álfaskeið 16, Breyting

   Gísli Jónsson sækir 21.06.11 um leyfi fyrir innra fyrikomulagi og að breyta inngangi samkvæmt teikningum Pálmars Ólasonar dags.20.06.11.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

  • 1106001 – Norðurbraut 1, byggingarleyfi viðbygging og endurbætur

   Charlotta Oddsdóttir og Sverrir Aðalsteinn Jónsson sækir 01.06.11 um að setja kvist á báðar hliðar hússins.Reisa viðbyggingu við norðvesturhlið samkvæmt teikningum Ólafar Flygenring dags.25.05.11 sjá nánari lýsingiu á teikningu. Nýjar teikningar bárust þann 14. júní 2011$line$

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

  • 1105047 – Hraunkambur 9, byggingarleyfi

   Birgir Gunnarsson og Guðmundur Tómasson sækja 04.05.11 um að byggja kvist vá austuhlið hússins ásamt því að gera létt vindfang úr gleri og málmprófílum við inngang efri hæðar samkvæmt teikningum Árna Jóns Sigfússonar dags. 03.05.11. Teikningarnar voru grenndarkynntar, engin athugasemd barst.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

  • 1106182 – Eskivellir 17, Breyting

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 0903068 – Fjarðargata 13-15, skilti

   Eldborg,kiwanisklúbbur sækir 06.03.2009 um endurnýjun fyrir skilti sem var samþykkt 28.04.2004, samkvæmt teikningum Sveinbjörns Hinrikssonar. Erindið tekið upp á ný með nýrri teikningu sem sýnir lægra skilti en áður. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í erindið 27.04.10 og óskaði eftir nánari útfærslu á útliti skiltisins. Nýjar útfærslur Sigurþórs Aðalsteinssonar hafa borist. Fyrir liggur samþykki húsfélagsins.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1009181 – Hlíðarás 16/Furuás 24, lóðaskil og frkv.

   Húseigendur að Hlíðarási 16, leggja fram kvörtun, með bréfi dags 15.9.2010, vegna mikilla tafa sem orðið hafa á framkvæmdum á frágangi lóðar við Furuás 24. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 27.10.10 eigendum Furuáss 24 skylt að ganga frá lóð sinni í samræmi við samþykktar teikningar innan tveggja mánaða.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín til eigenda Furuáss 24 að ganga frá lóð sinni í samræmi við samþykktar teikningar. Verði ekki brugðist við því innan tveggja vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita úrræði 56. greinar mannvirkjalaga um dagsektir.

  • 1103095 – Fífuvellir 37, byggingagalli

   Hólmfríður Stefánsdóttur kt: 251264-5629 óskar eftir aðstoð vegna byggingagalla að Fífuvöllum 37 í Hafnarfirði. Hún hefur ítrekað og árangurslaust reynt að ná í byggingastjóra hússins, Bárð Ágúst Gíslason kt: 160560-3639 til að gera lokaúttekt á húsnæðinu sem ekki hefur farið fram.$line$

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á byggingarstjórann Bárð Ágúst Gíslason kt: 160560-3639 kr. 20.000 á dag í samræmi við heimild í 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Dagsektirnar innheimtast frá og með 15. júlí verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Jafnframt mun skipulags- og byggingarfulltrúi beina því til Mannvirkjastofnunar að veita honum áminningu í samræmi við 57. grein sömu laga.

  • 11032738 – Skútahraun 3-5, gámar á lóð

   Tekið fyrir að nýju bréf Einars Gauts Steingrímssonar hrl. f.h. Uppfyllingar ehf. dags. 24.03.11, þar sem gerð er athugasemd við gáma á lóðunum. Umsögn umferðaröryggishóps dags. 17.05.11 liggur fyrir. Borist hefur bréf frá Ingólfi Friðjónssyni hdl f.h. Dróma h.f. þar sem fram kemur að gámarnir séu ekki á þeirra vegum.

   Lagt fram.

  • 1105489 – Þrastarás 63, Fyrirspurn

   Grímur Agnarsson leggur inn 27.05.11 inn fyrirspurn, sjá meðfylgjandi gögn, Teiknað af Steinunni Jónsdóttur dag.19.05.11.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið þegar tekið hefur verið tillit til athugasemda. Framkvæmdin er byggingarleyfisskyld.

  • 1106192 – Fjóluás 22 - byggingarstig og notkun.

   Húsið hefur verið auglýst til sölu með myndum sem sýna fullbúið hús, en húsið er skráð fokhelt á byggingarstigi 4 og matsstigi 4.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 07.07.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

  C-hluti erindi endursend

  • 1105246 – Stekkjarhvammur 74, lóðarstækkun

   Arnar Þór Þorláksson Baxter, Harpa Þórsdóttir og Ingibjörg Brynjólfsdóttir sækja með bréfi dagsettu 8.6.2011 um lóðarstækkun á lóðinni nr. 74 við Stekkjarhvamm, sjá meðfl. gögn, sem nemur lóðarspildu sem þau hafa haft í fóstur.

   Frestað milli funda.

Ábendingagátt