Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

29. júní 2011 kl. 13:00

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 366

Mætt til fundar

  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1105456 – Flatahraun 5a, Breyting á innra skipulagi í rými 101

      Matarveislur ehf sóttu 24.05.2011 um breytingu á innraskipulagi á Flatahrauni 5a samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettum 24.05.2011.Málinu frestað.Teikningar með stimpli SHS og HHK bárust 28.06.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    • 1106230 – Þrastarás 63,skjólveggur og pergola.byggingarleyfi

      Grímur Agnarsson óskar eftir að byggja skjólveggi og pergóla innan lóðar. Samþykki nágranna liggur fyrir. Teiknað af Hildi Bjarnadóttur dags. 24. júní 2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 1106200 – Tjarnarvellir 3, reyndarteikningar

      Skjaldborg kröfuhafafélagið ehf leggur 23.06.11 inn reyndarteikningar af einföldun á grunnmynd allra hæða og einföldun á klæðningu utanhúss. Samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dag.14.06.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 1106263 – Klukkuvellir 11,stoðveggur

      Hafnarfjarðarbær leggur 29.06.11 inn umsókn um byggingarleyfi til að steypa stoðvegg og að setja grindverk á Klukkuvelli 11. Samkvæmt teikningum Hauks Ásgeirsonar dagsettar í maí 2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 1106245 – Álfaskeið 59, sólstofa byggingarleyfi

      Smári Kristinsson og Kolbrún Kjartansdóttir sækja 28.06.11 um að byggja sólstofu samkvæmt teikningum Rafns Kristjánssonar dags.20.06.11. Undirskrift nágranna fylgir með.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    • 1006200 – Selhella 5, breyting

      Framleiðslan ehf lagði 11.06.10 inn breytingar á innri rými og brunahönnun samkvæmt teikningum Brynjars Einarsonar dag.15.03.10 Nýjar teikningar bárust 10.06.11. með umsögn frá SHS.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    • 1106243 – Berghella 1,breytingar.byggingarleyfi

      Gámaþjónustan hf sækir þann 28.06.2011 um leyfi til að gera breytingu á þaki atvinnuhúsnæðis samkvæmt teikningum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1106203 – Furuberg 5, grasflötur

      Margrét S. Þórisdóttir og Birgir Ingvarsson Furubergi 5 óska eftir með tölvupósti dags. 21. júní 2011 að graseyja við Furuberg 5 verði fjarlægð. Umsögn framkvæmdasviðs liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til afgreiðslu hjá framkvæmdarsviði.

    • 1105246 – Stekkjarhvammur 74, lóðarstækkun

      Arnar Þór Þorláksson Baxter, Harpa Þórsdóttir og Ingibjörg Brynjólfsdóttir sækja með bréfi dagsettu 8.6.2011 um lóðarstækkun á lóðinni nr. 74 við Stekkjarhvamm, sjá meðfl. gögn, sem nemur lóðarspildu sem þau hafa haft í fóstur.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til bæjarráðs.

    • 1106224 – Fjóluhlíð 17, ólöglegar framkvæmdir

      Við byggingareftirlit 28.6.11 kom i ljós að verið var að taka óskráð rými í notkun og sagað hafði verið úr burðarveggjum hússins án byggingarleyfis. Eftirlitsmaður Skipulags- og byggingarfulltrúa stöðvaði framkvæmdir sem voru í gangi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að sækja um byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum í samræmi við grein 11 og 12.7 í byggingarreglugerð.Verði ekki brugðist við því innan tveggja vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita úrræði 56. greinar mannvirkjalaga um dagsektir.

    • 1106209 – Reykjavíkurvegur 78, flutningur húss

      Ólafur Ólafsson óskar eftir flutningsleyfi á húsi yfir á Marbakka í Hvalfjarðarsveitar.Fyrir liggur samþykki Skipulags-og byggingarnefndar Hvalfjarðarsveitar dags 22.06.2011 ásamt flutningsleyfi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir flutningsheimild sumarhúss úr umdæmi Hafnarfjarðar yfir á Marbakka í Hvalfjarðarsveit.

    • 1104274 – Stapahraun 2, eldvarnir gistiheimilis

      Stapahraun 2,gistiheimili.Við eldvarnarskoðun þann 23.03.11 í ofangreindri húseign kom í ljós að eldvarnir voru í ólagi.Viðvörun var send 24.3.11.Brotið taldist umtalsvert og gaf Slökkvilið Höfuðborgarsvæðinsins frest vegna lokunaraðgerða húsnæðisins til 13.5.11.Lokafrestur Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins til úrbóta var veittur til 24.6.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir staðfestingu eiganda á að lagfæringar hafi verið gerðar.

    • 1106205 – Hverfisgata 12-setja gamalt hús á lóð

      Óskar Jónsson sækir um með erindi dags. 27. júní 2011 að fá lóðina að Hverfisgötu 12 undir gamalt hús sem byggt er 1894.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í Skipulags- og byggingarráð.

    • 1106257 – Klukkuberg 26, fyrirspurn

      Magnús R. Sigtryggsson og Helena Gylfadóttir óska eftir með fyrirspurn dags. 29. júní 2011 að fá land í fóstur skv. meðfylgjandi gögnum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og bendir á að hafa þurfi samband við skipulags- og byggingarsvið varðandi frekari úrvinnslu málsins.

    C-hluti erindi endursend

    • 1106242 – Selhella 9,breyting á áður samþykktum teikningum.byggingarleyfi

      Vesturkantur ehf sækir um þann 28.06.2011 að breyta lítillega áður samþykktum teikningum. Húsin eru nú sprinklervarin, inntaksrými er sameiginlegt, millipallar bætast við matshluta 01 og innréttingar matshluta 02 breytast lítillega samkvæmt teikningum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi.

    • 1106195 – Skilti við Reykjanesbraut

      Einar Bollason, Haukur Birgisson og Jóhannes Viðar Bjarnason óska eftir með erindi dags. 22. júní 2011 að setja upp skilti skv. meðfylgandi gögnum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að umsóknin er ekki í samræmi við samþykkt um skiltagerð sem nýverið hefur verið samþykkt.

Ábendingagátt