Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

6. júlí 2011 kl. 13:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 367

Mætt til fundar

 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður
 • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1107022 – Klukkuberg 26, byggingarleyfi

   Magnús R Sigtryggson og Helena Gylfadóttir sækja 04.07.11 um að setja 3 glugga í rými 0001 fastanúmer 225-8739,landnúmer 121484 og breyta því í fjölskyldurými samkvæmt teikningum Eyjólfs Bragasonar dags.20.04.10.Samþykki nágranna fylgir með.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1107099 – Helgafell, útsýnisskífa

   Rúnar Pálsson óskar eftir með bréfi mótteknu 5. júlí 2011 aðstoð og heimild til uppsetningar á útsýnisskífu á Helgafell.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1107024 – Karmelklaustrið Ölduslóð, austurhluti Klausturveggs

   Fyrirspurn frá Þór Gíslasyni dags 1.7.2011 varðandi aðstoð Hafnarfjarðarbæjar við hreinsun á austurvegg Karmelklaustursins, sem er mikil óprýði af.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar málinu til umsagnar Umhverfis- og framkvæmdarsviðs.

  • 1107025 – Svöluás 46.Frágangur við gögnustig.

   Hanna Þóra Hauksdóttir er með fyrirspurn dags 4.7.2011 varðandi frágang við göngustíg ofan við Svöluás 46.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar málinu til umsagnar Umhverfis- og framkvæmdarsviðs.

  • 1107068 – Holtabyggð 1, bifreiðageymslur skráning og notkun

   Bifreiðageymslur við Holtabyggð 1 eru skráðar á byggingarstigi 1, en þær eru fullbyggðar og hafa verið teknar í notkun. Fokheldisúttekt vantar ásamt lokaúttekt.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eigendum skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 10071200 – Karmelítaklaustur, þröngur vegur

   Bréf dags. 10.7.11. frá Karmelítaklaustri Ölduslóð 37,hefur borist. Óskað er eftir að Hafnarfjarðarbær breikki veg framan við kapellu. Er sá vegur brattur og þröngur.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar málinu til umsagnar Umhverfis- og framkvæmdarsviðs.

  • 1009180 – Kaplakriki, uppfærsla á mhl.02-07

   Hafnarfjarðarkaupstaður sótti dags 16.09.2010 um leyfi fyrir breytingu á samþykktum teikningum samkvæmt teikningum Jóns Ólafs Einarssonar dagsetttar 03.08.2010 Nýjar teikningar bárust 05.07.11. Stimpill eldvarnareftirlits eru á teikningum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar til leiðrétt afstöðumynd og lóðauppdráttur liggja fyrir.

  C-hluti erindi endursend

  • 1107113 – Flatahraun 5a, fyrirspurn um skilti

   Óskað er eftir að setja upp rauðan símaklefa við innkeyrslu að Flatahrauni 5a.

   Frestað.

  • 1107002 – Brekkugata 23, fyrirspurn

   Sigrún Skúladóttir leggur 01.07.11 fram fyrirspurn um stækkun lóðar til norðurs skv. meðfylgjandi uppdrætti vegna færslu og endurbyggingar á bílgeymslu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar erindinu eins og það liggur fyrir. Sjá meðfylgjandi athugasemd.

  • 1107033 – Álfaskeið 127, byggingarleyfi

   Sigursteinn Sævarsson og Lára Björk Sigurðardóttir sækja 04.07.11 um að setja upp hringstiga á milli 0201 og 0101 ásamt breytingum innanhúss samkvæmt teikningum Gunnhildar Gunnarsdóttur dags.17.10.00 breytt 17.04.11.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi.Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt