Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

13. júlí 2011 kl. 13:00

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 368

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Heiðbjört Fjóla Guðjónsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1107117 – Efstahlíð 7, breyting á byggingarleyfi

   Björgvin Ingvarsson sækir 06.07.11 um breytingu á þakkanti á íbúðarhúsi samkvæmt teikningum Gests Ólafssonar dags.25.01.10 breytt 22.06.11.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1107118 – Efstahlíð 9, breyting á byggingarleyfi

   Sigurður Jónsson sækir 06.07.11 um breytingu á þakkanti á íbúðarhúsi samkvæmt teikningu Gests Ólafssonar dags. 22.06.10.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1009180 – Kaplakriki, uppfærsla á mhl.02-07

   Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 16.09.2010 um leyfi fyrir breytingu á samþykktum teikningum, breytingarnar eru uppfærslur á teikningu, samkvæmt teikningum Jóns Ólafs Einarssonar dagsetttar 03.08.2010 Nýjar teikningar bárust 05.07.11. Stimpill eldvarnareftirlits er á einni teikningu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1107163 – Álfhella 1, breyting á byggingarleyfi

   Álfhella 1 ehf leggur 11.07.11 inn reyndarteikninga, ofanljósum, reyklosun breytt samkvæmt teikningum Gunnars Páls Kristinssonar dags. 31.10.07 breytt 05.07.11. Stimpill frá heilbrigðiseftirliti og slökkviliði fylgir með á teikningu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 11022928 – Háakinn 8, skráning á bifreiðageymslu

   Byggingarleyfi fyrir bifreiðageymslu samþykkt 30.7.2003, síðasta og eina skráða úttektin er á botni þann 5.10.2004. Á loftmynd í fasteignaskránni sést að bifreiðageymslan er uppbyggð. Ekki hefur borist eignaskiptayfirlýsing.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 24.08.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

  • 11023142 – Hringhella 4, stækkun starfsmannahús og skráning

   Þann 21.8.2003 var samþykkt stækkun á starfsmannahúsi. Húsið er fullgert, en síðasta skráða úttektin var úttekt á burðarvirki sem tókst ekki.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 24.08.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

  • 1107151 – Koparhella og Gullhella, lokun hringaksturs

   F.h. Steypustöðvarinnar Borg þá óskar Bjarni Rúnar Þórðarson með bréfi dags 06.07.2011 eftir því að setja færanlegar lokur(steypuklossa) á tvo staði við ómalbikaðar götur við Koparhellu og Gullhellu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar málinu til umsagnar Umhverfis- og framkvæmdarsviðs.

  • 1105249 – Kaldakinn 15, skráning á bifreiðageymslu

   Byggingarfulltrúi samþykkti á fundi sínum þann 4.1.2005 byggingarleyfi fyrir bífreiðageymslu á lóðinni nr. 15 við Köldukinn. Bílageymslan er fullgerð, en síðasta skráða úttekt er á þakvirki 13.10.2005.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 24.08.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

  • 1105254 – Kirkjuvegur 7, skráning á viðbyggingu

   Byggingarfulltrúi samþykkti á fundi sínum þann 21. desember 2005, viðbyggingu við húsið á nr. 7 við Kirkjuveg. Viðbyggingin er fullgerð, en síðasta skráða úttektin er á plötu yfir viðbygginguna þ. 28.6.2006.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 24.08.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

  • 1103116 – Álfaskeið 1, skráning á viðbyggingum

   Þann 25.5.2005 var veitt byggingarleyfi fyrir stækkun á garðskála og viðbyggingu við húsið nr. 1 við Álfaskeið. Garðskáli og viðbygging eru fullgerði, en síðasta skráða úttektin var 22.12.05 á veggjum jarðhæðar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 24.08.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

  • SB060161 – Helluhraun 2

   Margar kvartanir hafa borist vegna umgengni á lóðinni Helluhraun 2. Eigendum húsnæðisins hefur maroft verið bent á að fjarlægja gáma á lóðinni sem ekki er leyfi fyrir, og gefinn kostur á að tjá sig um málið. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði tillögu til skipulags- og byggingarráðs um að beitt verði dagsektum verði gámarnir ekki fjarlægðir. Húseigendum var gefinn frestur til 30. apríl að tjá sig um málið. Bréf barst frá lóðarhafa dags. 29.04.2008, þar sem lofað var að ganga frá lóðinni í viðunandi horf. Ekkert hefur gerst í málinu, og er lóðin ein af 8 verst útlítandi í hverfinu. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerði 21.04.2010 húseiganda skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til Skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð og grein 57 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags-og byggingarráð gerði 22.06.10 húseiganda skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð og grein 57 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Ekki hefur enn gerst neitt í málinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á lóðarhafa í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1107025 – Svöluás 46. Frágangur við gögnustig.

   Hanna Þóra Hauksdóttir sendir fyrirspurn dags. 4.7.2011 varðandi frágang við göngustíg ofan við Svöluás 46. Umsögn framkvæmdasviðs liggur fyrir.

   Lóðarhafi er hvattur til að láta setja út lóðarmörkin og hæðir og ganga frá lóðinni í samræmi við það. Í framhaldi af því mun bærinn skoða að klára frágang milli stígs og lóðar.

  • 11023004 – Arnarhraun 40, skráning á bifreiðageymslu

   Þann 30.5.2003 var samþykkt byggingarleyfi fyrir bifreiðageymslu við húsið nr. 40 við Arnarhraun. Bifreiðageymslan er komin, en engar úttektir né að hún sé skráð í fasteignaskrá.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 24.08.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um

  • 1007660 – Breiðvangur 63, girðing

   Eigendur Breiðvangs 65 kvarta yfir girðingu umhverfis Breiðvang 63, sem nær fullri hæð allt að þeirra lóðamörkum. Segja eiganda Breiðvangs 63 einnig ætla að reisa girðinu milli lóðanna án þeirra samþykkis. Með bréfi dags. 4. ágúst 2010 óska Jón Holbergsson og Sigurborg Pétursdóttir eftir að erindið verði tekið upp að nýju. Skipulags- og byggingarráð ályktaði 24.08.10 að girðing umhverfis Breiðvang 63 væri án heimildar, og bæri eiganda að sækja um leyfi fyrir henni eða fjarlægja að öðrum kosti. Með umsókn skal fylgja skriflegt leyfi frá lóðarhöfum þeirra lóða sem girðingin liggur að. Skipulags- og byggingarráð gaf lóðarhafa Breiðvangs 63 fjórar vikur til að bregðast við erindinu. Ítrekun hefur borist frá eigendum Breiðvangs 65. Skipulags- og byggingarráð ítrekaði 19.10.10 fyrri tilmæli sín til eigenda Breiðvangs 63. Eigandi Breiðvangs 65 mætti í viðtal, og fyrir liggur umsögn eftirlitsmanns skipulags- og byggingarsviðs á staðsetningu og hæð girðinga, sem eru með skriflegu samþykki eigenda Breiðvangs 61 og Norðurvangs 8.

   Vegna frekari umræðu um málið ítrekar skipulags- og byggingarfulltrúi að um sameignarlóð er að ræða og ber íbúum að stofna húsfélag í samræmi við lög um fjöleignahús, grein 13. Húsfélaginu ber að taka málið til umfjöllunar og sækja um byggingarleyfi fyrir girðingar á lóðinni í samræmi við bókanir skipulags- og byggingarráðs. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til lögfræðings sviðsins til að ákveða úrræði til að knýja fram umbætur.

  • 1107179 – Furuás 20, umsókn um nýja tímaskilmála

   Axel Viðar Hilmarsson, nýr eigandi að Furuás 20, óskar með netpósti dags. 11.7.2011, eftir að fá endurnýjun á áður útgefnum tímaskilmálum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • 1107178 – Garðarvegur 11, fyrirspurn

   Jóhann Guðbjartsson leggur 12.07.11 fram fyrispurn um að setja niður 2.hæða heilsárshús á lóðinni. Sjá mefylgjandi gögn.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, en bendir á ákvæði 75. greinar byggingarreglugerðar um fjarlægð mannvirkis frá lóðamörkum. Erindið kallar á breytingu á deiliskipulagi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  C-hluti erindi endursend

  • 1107119 – Burknavellir 1 a,b,c breyting á byggingarleyfi

   Ingvar og Kristján ehf sækir 06.07.11 um að breyta áður samþykktum teikningum af bílakjallara og felst breytingin í að krafa um vatnsúðakerfi er felld niður samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags.25.11.02 breytt júní 2011.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1107113 – Flatahraun 5a, fyrirspurn um skilti

   Fyrirtækið Norður og niður ehf óskar eftir að setja upp rauðan símaklefa við innkeyrslu að Flatahrauni 5a.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi getur ekki tekið erindið til afgreiðslu þar sem umsækjandi er ekki lóðarhafi, og samþykki lóðarhafa liggur ekki fyrir.

Ábendingagátt