Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

27. júlí 2011 kl. 13:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 370

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1107241 – Vesturvangur 6,breyting á byggingarleyfi

      Helga Ágústsdóttir og Óafur Skúli Indriðason sækja 22.07.11 um að fjarlæga garðskála, skráningartafla uppfærð samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 22.05.07 breytt 12.07.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1107254 – Drekavellir 9, Færanlegar kennslustofur

      Lagðar inn teikningar ASK arkitekta dags. 27.07.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    • 1107256 – Straumsvík, stækkun á hliðarhúsi MHL.98

      Alcan á Íslandi hf sækir 26.07.2011 um stækkun á núverandi hliðarhúsi mhl.98 samkvæmt teikningum Baldurs Svavarssonar dagsettar 01.06.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1107252 – Kaplakriki, bílastæði

      Birgir Jóhannsson óskar fyrir hönd FH eftir tímabundnu leyfi til að leggja bifreiðum á grasbala utan íþróttasvæðisins, sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1107232 – Krýsuvík, Arnarfell, beitarland

      Lagt fram erindi Hermanns Magnúsar Sigríðarsonar og Kára Magnúsar Ölverssonar dags. 19.07.11 þar sem sótt er um afnot af ónýttu landi við Arnarfell í Krýsuvík til beitar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1107237 – Óseyrarbraut 17, fyrirspurn.

      Rekstrarfélagið Eskja ehf. óskar eftir að fá að stækka hús í samþykktan byggingarreit. Stækkuð er þá til norðvesturs. Sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið.

    • 1107255 – Lækjargata 1.Umhirða lóðar.

      Lækjargata 1. Umhirða lóðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að bæta útlit húss og ástand lóðar í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð nr. 441/1998 innan 3 mánaða.

    • 1003123 – Blómvellir 14, slæmur frágangur

      Snæbjörn Blöndal Blómvöllum 17 kvartar yfir frágangi á húsi og lóð Blómvalla 14, sem er timburhús sem reist var fyrir nokkrum árum, en aldrei klárað, t.d. ekki glerjað o.þ.h. Húsið og lóðin eru í dag notuð sem geymsla með tilheyrandi óþrifnaði. Skoðunarmaður skiuplags- og byggingarsviðs hefur staðfest að svo sé. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 10.03.10 eiganda skylt að ganga frá húsinu á viðunandi hátt í samræmi við grein 67.1 í byggingarreglugerð innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 57.grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarráðs sem samþykkti eftirfarandi 21.09.10: “Skipulags- og byggingarráð gerir eiganda skylt að ganga frá húsinu á viðunandi hátt í samræmi við grein 67.1 í byggingarreglugerð innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.” Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Eigandi mætti í viðtal 29.12.10 og lofaði tiltekt á lóðinni, en enn hefur ekkert gerst í þá átt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á eiganda í samræmi við mannvirkjalög, 2. mgr. 56. greinar, kr. 20 þúsund á dag frá og með 1. september 2011 verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma.

    C-hluti erindi endursend

    • 1107220 – Flatahraun 5a, fyrispurn

      Blikás ehf leggur 19.07.11 fram fyrirspurn um að setja breskan símaklefa( rauðan) við innkeyrsluna á Flatahraun 5a.Klefin mun verða notaður sem auglýsingaskilti.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1106071 – Hvaleyrarbraut 20,byggingarleyfi

      Vélarafl ehf sækir 08.06.11 um leyfi til að innrétta vélaverkstæð og skrifstofur (vélaumboð),einangra og klæða veggi að utan með álklæðningu, gera nýtt anddyri og glugga, Samkvæmt teikningum Ólafs Óskars Axelssonar dag 06.06.11. Nýjar teikningar bárust 26.07.2011 með stimplum frá Heilbrigðiseftirliti og Slökkviliði.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt