Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

17. ágúst 2011 kl. 13:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 372

Mætt til fundar

 • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1107221 – Eskivellir 21, breyting

   ER hús ehf sækir 19.07.2011 um breytingar á Eskivöllum 21, gerðar breytingar á svalalokunum, hiti í gólfum felldur niður og aðkomu að lóð breytt samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 19.07.2011 Nýjar teikningar bárust 04.08.2011.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • 1108129 – Melabraut 17, Lager breytt í iðnað

   BYR hf sækir 11.08.2011 um að breyta lager í iðnaðarsvæði, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 02.08.2011.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • 1108126 – Hjallabraut 55,barnaskóli.byggingarleyfi

   Hjallastefnan sækir þann 11.08.2011 um leyfi til að byggja barnaskála á fyrsta stigi sakvæmt teikningum frá Kjartani Sigurðssyni arkitekt.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. Óskað er eftir leiðréttum gögnum sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1108119 – Gjótuhraun 1,breytingar.byggingarleyfi

   Brimmót ehf sækir þann 11.08.2011 um leyfi til að setja nýjar innkeyrsludyr á vesturgafl atvinnuhúsnæðis samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar arkitekts.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • 1108148 – Fjóluhlíð 17, breyting.

   Ómar Svavarsson sækir 15.08.2011 um breytingu á Fjóluhlíð 17, samkvæmt teikningum Sæmunds Eiríkssonar dagsettar ágúst 2011, sjá meðfylgjandi gögn.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • 1107261 – Steinhella 17 a, fyrispurn um skilti og fl.

   Brammer ehf sækir um að setja skilti á lóð og hús skv. fyrirliggjandi gögnum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • 1108027 – Hringhella 8, milliloft í rými 0104.

   Dverghamrar ehf sækir 05.08.2011 um leyfi fyrir millilofti í rými 0104. samkvæmt teikningum Jón Guðmundssonar dagsettar 22.07.2011. Nýjar myndir af teikningu númer 03. bárust 15.08.2011.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • 1108154 – Burknavellir 5, breyting á hurð íbúð 0101.

   ER hús ehf sækja 16.08.2011 um breytingu á hurð íbúðar 0101. og sorpgeymslu samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvaldssonar dagettar 15.08.2011.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • 1108153 – Eskivellir 7, Breyting á texta

   Eskivellir 7, Breyting á texta

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1108121 – Fléttuvellir 5. Umgengni á lóð.

   Fléttuvellir 5. Umgengni á lóð.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna.

  • 1108120 – Hnoðravellir 56-58.Umgengni á lóð.

   Hnoðravellir 56-58,umgengni á lóð.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna.

  • 09103152 – Steinhella 14, byggingarstig og notkun

   Steinhella 14, umgengni á lóð.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna.

  • 1108074 – Glitvangur 27, breyting á bílskúr

   Gunnar Kristjánsson sækir 10.08.2011 um leyfi fyrir breytingu á núverandi bílskúr í veruherbergi sem skipt er upp í svefnherbergi, baðherbergi, stofu og geymslu. Samkvæmt teikningum Gústafs ólafssonar dagsettar 14.07.2011.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í skipulags- og byggingarráð.

  • 1012098 – Strandgata 55,fyrirspurn

   Fjörukráin leggur 09.12.10 inn fyrirspurn um að byggja torfhús fyrir aftan Fjörukrána sjá með fylgjandi blað. Ný tillaga ásamt gögnum og bréfi til skipulagsráðs bárust 09.08.2011.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1107223 – Vesturbraut 15, fyrirspurn

   Edda Ársælsdóttir leggur inn 19.07.11 fyrirspurn um viðbyggingu, hækka þak og fækka um eina íbúð samkvæmt teikningum Erlends Hjálmarssonar dagsettar 23.06.11.$line$Umsögn húsafriðunarnefndar barst 10.08.2011.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur undir umsögn húsafriðunarnefndar ríkisins og óskar eftir leiðréttum gögnum.

  • 1012130 – Bréfdúfnafélag Íslands, svæði til afnota

   Borist hefur tölvupóstur og uppdráttur dags. 17. ágúst 2011 þar sem Vilhelm Sigurjónsson óskar eftir f.h. Bréfdúfnafélas Íslands að setja niður dúfnakofa á áður úthlutuðu svæði við Krýsuvíkurveg. Málið var áður á fundi 10. ágúst sl.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið til eins árs og að kofarnir séu ekki stærri en 9 fm. og þannig komið fyrir að ekki stafi hætta af og að öll umgengni sé til fyrirmyndar.

  • 1108185 – Þrastarás 29.Framkvæmdir á lóð.

   Þrastarás 29.Framkvæmdir á lóð.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir skýringum eiganda á byggingarframkvæmdum á lóð við Þrastarás 29.

  • 1108067 – Vallarbarð 14, fyrirspurn.

   Halldór Ingólfsson óskar eftir að stækka anddyri aftan við húsið Vallarbarð 14, ca. 9 fm. og setja girðingu meðfram stíg. skv. meðfylgjandi gögnum dags. 10. ágúst 2011.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leyfir breytingu á deiliskipulagi sem verður grenndarkynnt.

Ábendingagátt