Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

24. ágúst 2011 kl. 13:00

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 373

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1108240 – Lyngbarð 2, breyting

   Syðra Langholt ehf sækja um breytingu á innraskipulagi og breytingu á hæðarkótum samkvæmt teikningum Ásmunds Sigvaldssonar dagsettar 22.08.2011.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1108191 – Straumsvík mhl 75, breyting

   Alcan á Íslandi sækir 17.08.2011 um að eldra þak frá 1979 verði rifið að hluta, sækka holplötur á steyptum súlum, þak hækkar samkvæmt teikningum Óskars Inga Húnfjörðs dagsettar 17.08.2011.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

  • 1108202 – Straumsvík, viðbygging á mhl.43

   Alcan á Íslandi hf sækja um viðbyggingu á mhl.43 samkvæmt teikningum Guðjóns Magnússonar dagsettar 26.07.2011.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

  • 1105456 – Flatahraun 5a, Breyting á innra skipulagi í rými 101

   Matarveislur ehf sækir 24.05.2011 um breytingu á innraskipulagi á Flatahrauni 5a samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 24.05.2011.Teikningar með stimpli SHS og HHK bárust 28.06.2011. Leiðréttar teikningar með breytingu á texta bárust 23.08.2011.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1108126 – Hjallabraut 55,barnaskóli.byggingarleyfi

   Hjallastefnan sækir þann 11.08.2011 um leyfi til að byggja barnaskála á fyrsta stigi sakvæmt teikningum frá Kjartani Sigurðssyni arkitekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti byggingaráformin 17.08.11, en byggingarleyfi hefur ekki verið gefið út.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi veitir leyfi fyrir jarðvegsframkvæmdum í samræmi við 13.2 grein byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Leyfið nær ekki til annarra framkvæmda.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1108205 – Skógarás 2, tvær íbúðir

   Regin Grímsson óskar með bréfi dags 18.08.2011 eftir að fá að breyta Skógarás 2 í tveggja íbúða hús.Efri og neðri hæð með tveimur fastanúmerum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið og vísar því til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1101169 – Lónsbraut 4.Ástandskoðun lóðar.

   Lónsbraut 4. Ástandskoðun lóðar hefur leitt í ljós að lóðin er í óviðunandi ástandi. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi 10.01.11 þeim tilmælum til eigenda húsnæðis að Lónsbraut 4 að færa lóðina í viðunandi horf. Yrði því ekki sinnt mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita úrræðum í samræmi við heimildir mannvirkjalaga.

   Skipulags- og byggingarfullrúi leggur dagsektir á hvern eiganda hússins kr. 20.000 á dag frá og með 1. október í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma.

  C-hluti erindi endursend

  • 1108197 – Selhella 11, breyting

   11-13 ehf sækja 18.8.2011 um breytingu á innviðum, hurðum og rampi á suðurhlið samkvæmt teikningum Gunnars Rósinkranz dagsettar 29.07.2011.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt