Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6
Lóðarfélagið Móhella 4A-4E kt.691104-2810 sækir þann 29.08.2011 um leyfi til að fella m.a. út reykskynjara samkvæmt teikningum frá Kristni Ragnarssyni kt.120944-2669.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.
Vörumerking ehf sækir 04.08.2011 um leyfi til að setja hurð í stigagangi og breyta innréttingu á skrifstofu samkvæmt teikningum Ágústs Þórðarsonar dagsettar 04.08.2011 26.08.2011. Yfirlýsing barst frá Hömlum ehf sem samþykkir framkvæmdir.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.
Birgir Gunnarsson og Guðmundur Þ Tómasson óska 30.08.2011 eftir að setja kvist á austurhlið húsins og vindtang við inngang á 2.hæð samkvæmt teikningum Árna Jóns Sigfússonar dagsettar 03.05.2011.
Kofi utan lóðar.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda kofans skylt að fjarlægja hann innan 4 vikna.
Holtabyggð 1.Gróðurkassi og plöntun trjáa á bæjarlandi.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda gróðurkassans og trjánna skylt að fjarlægja þau innan 4 vikna.
Tekið fyrir að nýju bréf Húseigendafélagsins dags. 04.11.08 varðandi óleyfisframkvæmdir Jóns Karls Grétarssonar á 1. hæð hússins. Ekki var brugðist við ítrekuðum athugasemdum skipulags- og byggingarfulltrúa, sem ákvað á fundi 11.12.2008 að yrði ekki brugðist við athugasemdum innan eins mánaðar eða breytingarnar fjarlægðar myndi hann leggja til við skipulags- og byggingarráð að beitt verði dagsektum skv. VI. kafla skipulags- og byggingarlaga. Þar sem framkvæmdin er brot á skipulags- og byggingarlögum og fjöleignahúsalögum, gerði skipulags- og byggingarráð tillögu til bæjarstjórnar um dagsektir á eiganda 1. hæðar hússins kr. 50 þúsund á dag frá og með 1. október hafi hinar ólögmætu framkvæmdir ekki verið fjarlægðar fyrir þann tíma. Bæjarstjórn samþykkti þetta 01.09.2009. Áður lagður fram tölvupóstur Björns Þorra Viktorssonar hrl. dags. 22.09.2009 f.h. eiganda. Dagsektir eru fallnar á eiganda, en þar sem ekki hafði tekist að birta eiganda þá ákvörðun samþykkti skipulags- og byggingarfulltrúi 23.09.2009 að fresta málinu. Ekkert hefur enn gerst í málinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gaf 04.11.2009 eiganda tvær vikur til að bregðast við því. Að þeim tíma liðnum yrðu dagsektir innheimtar, hafi ekkert gerst í málinu. Ekkert gerðist enn í málinu og voru dagsektir samþykktar frá og með 1. mars s.l.$line$Eignin er nú komin í eigu Íbúðalánasjóðs.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir nýjum eiganda, Íbúðalánasjóði, skylt að fjarlægja hinar ólögmætu framkvæmdir innan fjögurra vikna frá dagsetningu fundarins.
Jón Óskar Agnarsson leggur inn 30.08.2011 fyrirspurn, óskar eftir að fá að breyta einbýli í tvíbýli á lóðinni. Sjá meðfylgjandi gögn.
Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.
Tekið til umfjöllunar skipulag lóðanna Óseyrarbrautar 29 – 31. Tillaga Alark að breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar dags. 090611 hlaut samþykki hafnarstjórnar 16.06.11, var auglýst 18.07.11 skv. 43. grein skipulagslaga og er athugasemdatíma lokið. Engar athugasemdir bárust.
Lagt fram bréf frá Guðlaugi Adolfssyni f.h. Valhúsa námsmannaíbúða ehf dags. 19.05.11 þar sem spurst er fyrir um breytingu á deiliskipulagi úr námsmannaíbúðum í litlar ódýrar íbúðir á almennum markaði.
Guðni Kristjánsson leggur 29.08.2011 inn fyrirspurn, óskar eftir svalalokun á íbúð 0101. Sjá meðfylgjandi gögn.
Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.
Þórður K Kristjánsson og Sigurður Ingvarsson sækja 26.08.2011 um deiliskipulagsbreytingu á Sörlaskeið 34. og Sörlaskeið 36. samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar.
Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir lagfærðum gögnum. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.
Geymslusvæðið ehf leggja 25.08.2011 inn reyndarteikningar af Álhellu 3 samkvæmt teikningum Kjartans Rafnssonar dagsettar 01.06.2011.
Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.