Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

7. september 2011 kl. 13:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 375

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1108331 – Straumsvík,viðbygging á matshluta 12.

      Alcan á Íslandi kt.680466-0179 sækir þann 31.08.2011 um leyfi fyrir viðbyggingu á matshluta 12. Yfirbyggður rampi, rampi 1 milli steypuskála og kerskála 1. Steinsteypt gólf og burðarvirki, yfirbygging úr stáli og áli samkvæmt teikningum Sigbjörns Kjartanssonar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    • 1109039 – Glitvangur 31. Endurnýjun á byggingarleyfi

      Hanna Lára Helgadóttir og Jónas Reynisson sækja um þann 05.09.2011 að endurnýja byggingarleyfi fyrir stækkun lóðar um 128 fm og að byggja stakstatt saunahús sem fellt er inn í landið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    • 1109065 – Flatahraun 3, Breyting

      Verkalíðsfélagið Hlíf leggur 06.09.11 inn teikningar v/breytingar á 2.hæð, samkvæmt teikningum Birki Hallbjörnssonar dag.22.08.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1108197 – Selhella 11, breyting.

      11-13 ehf sækja 18.8.2011 um breytingu á innviðum, hurðum og rampi á suðurhlið samkvæmt teikningum Gunnars Rósinkranz dagsettar 29.07.2011 Nýjar teikningar bárust 31.08.2011 með stimplum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1109035 – Austurgata 43.Byggingarstig og notkun.

      Austurgata 43 er skráð á bst 4(fokhelt), þrátt fyrir að húsið virðist vera fullbyggt og í notkun.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 05.10.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

    • 1109069 – Vallabarð 14, deiliskipulagsbreyting

      Sótt er 06.09.11 um deiliskipulagsbreytingu á Vallabarði 14. Byggingarreitur fyrir inngang og girðingu á lóðarmörkum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 10071033 – Vörðustígur 5, ljósastaur og stígur

      Elsa Heiðdal Hjörleifsdóttir og Hjálmar Loftsson óska með bréfi dags. 21.8.2011 eftir að stígur gegnum lóðina verði tekinn sem bæjarland og skipulagt verði samkvæmt því.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar lóðarbreytingu til umsagnar bæjarráðs.

    C-hluti erindi endursend

    • 1103350 – Dalshraun 8, reyndarteikningar.

      Ragnar Björnsson ehf leggja inn 18.03.2011 reyndarteikningar af Dalshraun i 8. Samkvæmt teikningum Jóns Hlöðverssonar dagsettar 16.03.2011. Nýjar Teikningar bárust 01.sept 2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu. Sjá meðfylgjandi athugasemdir. Bílastæðamálum vísað til umsagnar umhverfis- og framkvæmdasviðs.

    • 1108060 – Hnoðravellir 31, vinnuherbergi.

      Gosi Trésmiðja sækir þann 9. ágúst 2011 um að setja upp vinnuherbergi. Samkvæmt teikningum Erlends Árna Hjálmarssonar dags. 08.08.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1108303 – Laufvangur 2, fyrirspurn

      Guðni Kristjánsson leggur 29.08.2011 inn fyrirspurn, óskar eftir svalalokun á íbúð 0101. Sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu, þar sem samþykki húsfélags/meðeiganda í húsi þarf að liggja fyrir. Sjá enn fremur meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt