Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6
Alcan á Íslandi kt.680466-0179 sækir þann 31.08.2011 um leyfi fyrir viðbyggingu á matshluta 12. Yfirbyggður rampi, rampi 1 milli steypuskála og kerskála 1. Steinsteypt gólf og burðarvirki, yfirbygging úr stáli og áli samkvæmt teikningum Sigbjörns Kjartanssonar.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.
Hanna Lára Helgadóttir og Jónas Reynisson sækja um þann 05.09.2011 að endurnýja byggingarleyfi fyrir stækkun lóðar um 128 fm og að byggja stakstatt saunahús sem fellt er inn í landið.
Verkalíðsfélagið Hlíf leggur 06.09.11 inn teikningar v/breytingar á 2.hæð, samkvæmt teikningum Birki Hallbjörnssonar dag.22.08.11.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.
11-13 ehf sækja 18.8.2011 um breytingu á innviðum, hurðum og rampi á suðurhlið samkvæmt teikningum Gunnars Rósinkranz dagsettar 29.07.2011 Nýjar teikningar bárust 31.08.2011 með stimplum.
Austurgata 43 er skráð á bst 4(fokhelt), þrátt fyrir að húsið virðist vera fullbyggt og í notkun.
Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 05.10.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.
Sótt er 06.09.11 um deiliskipulagsbreytingu á Vallabarði 14. Byggingarreitur fyrir inngang og girðingu á lóðarmörkum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Elsa Heiðdal Hjörleifsdóttir og Hjálmar Loftsson óska með bréfi dags. 21.8.2011 eftir að stígur gegnum lóðina verði tekinn sem bæjarland og skipulagt verði samkvæmt því.
Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar lóðarbreytingu til umsagnar bæjarráðs.
Ragnar Björnsson ehf leggja inn 18.03.2011 reyndarteikningar af Dalshraun i 8. Samkvæmt teikningum Jóns Hlöðverssonar dagsettar 16.03.2011. Nýjar Teikningar bárust 01.sept 2011.
Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu. Sjá meðfylgjandi athugasemdir. Bílastæðamálum vísað til umsagnar umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Gosi Trésmiðja sækir þann 9. ágúst 2011 um að setja upp vinnuherbergi. Samkvæmt teikningum Erlends Árna Hjálmarssonar dags. 08.08.2011.
Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.
Guðni Kristjánsson leggur 29.08.2011 inn fyrirspurn, óskar eftir svalalokun á íbúð 0101. Sjá meðfylgjandi gögn.
Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu, þar sem samþykki húsfélags/meðeiganda í húsi þarf að liggja fyrir. Sjá enn fremur meðfylgjandi athugasemdir.