Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

14. september 2011 kl. 13:00

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 376

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1109154 – Blikaás 16,breyting

      Bjarni Frostason sækir 13.09.11 um breytingu á innra skipulagi, samkvæmt teikningum Þormóðar Sveinssonar dag.30.08.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1109158 – Straumsvík, stálþjónustustigi.byggingarleyfi

      Straumsvík sækir um leyfi þann 13.09.2011 um að setja upp stálþjónustustiga á suðurhlið Kersmiðju samkvæmt teikningum frá Rafni Kristjánssyni arkitekt dagst. 08.09.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1004009 – Skógarás 6, fyrirspurn

      Lagt fram bréf Einars Gauts Steingrímssonar hrl og Gunnhildar Pétursdóttur hrl dags. 14.09.11 þar sem þess er farið á leit að umrætt hús fái að standa og deiliskipulag 3. áfanga Áslands verði fellt að því.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1109127 – Sléttuhlíð, svæði fyrir býflugur

      Borist hefur tölvupóstur frá Helga Laxdal og Katrínu Árnadóttur dags. 09.09.09 þar sem þau óska eftir að fá spildu til afnota til að koma fyrir býflugnabúi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1109121 – Selvogsgata 16,Viðbygging.Fyrirspurn

      Þórður Guðbjörnsson og Margrét Þórarinsdóttir leggja þann 09.09.2011 inn fyrirspurn um að stækka húsið skv. meðfylgjandi uppdrætti.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1109069 – Vallabarð 14, deiliskipulagsbreyting

      Halldór Ingólfsson sækir dags. 06.09.11 um deiliskipulagsbreytingu á Vallabarði 14 skv. uppdrætti dags. 10.08.11. Bygginarreitur fyrir inngang og girðingu á lóðarmörkum. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skriflegt samþykki allra barst.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og að afgreiðslu verði lokið skv. 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1109128 – Koparhella 1 deiliskipulagsbreyting

      Borist hefur beiðni frá Steypustöðinni Borg um Koparhellu 1, breyting á byggingarreit lóðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið.

    • 1109156 – Suðurgata 72 ólöglegar framkvæmdir

      Stjórn húsfélagsins að Suðurgötu 72 óskar með bréf dags 27.07.2011 eftir að ólögmætar framkæmdir verði stöðvaðar í íbúð merkt 01-0001.Hafnar eru framkvæmdir við að gera tvær íbúðir á staðnum.

      Erindi um fjölgun íbúða hefur verið synjað. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að fjarlægja hinar ólögmætu framkvæmdir innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði skv. 56. grein mannvirkjalaga um dagsektir.

    • 1101169 – Lónsbraut 4.Ástandskoðun lóðar.

      Víðir Ólafsson f.h. Rafspan ehf. mótmælir með bréfi dags. 9.9.2011 að óviðunandi ástand sé á þeim eignarhluta sem er þinglýstur á Rafspan ehf. á Lónsbraut 4.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að samkvæmt eignaskiptalýsingu sem samþykkt var 14. des.2004 þá er lóðin sameign allra og því á ábyrgð allra í húsfélaginu (hlutfallstala í lóð er í hlutfalli við heildareignahlut á lóð).

    • 1109126 – Þrastarás 73, byggingarstig og notkun.

      Lokaúttekt ólokið.Þrastarás 73 er á byggingarstigi 4(fokhelt).

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 04.10.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

    • 1109159 – Flatahraun 1, byggingarstig og notkun.

      Lokaúttekt ólokið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 05.10.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

    C-hluti erindi endursend

    • 1109122 – Álfhella 7 og 9, fyrirspurn um lóðir

      Ingólfur Örn Steingrímsson leggur inn fyrirspurn dags 09.09.2011 um lóðirnar við Álfhellu.

      Frestað, skoðað milli funda.

    • 1109155 – Norðurbakki 11 og 13,breyting á eignahaldi sameign í séreign.byggingarleyfi

      Fagtak ehf sækir þann 13.09.2011 um að breyta eignahaldi á hluta þaksvala úr sameign sumra í séreign samkvæmt teikningum frá Sigurði Þorvarðarsyni dagst. 25.janúar 2006.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt