Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

21. september 2011 kl. 13:00

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 377

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1109169 – Tjarnarbraut 7, breyting á byggingarleyfi

      Þórdís Eiríksdóttir sækir 14.09.11 um að breyta gluggum á viðbyggingu hússins og einnig breyting á stiga upp á háaloft samkvæmt teikningum Sigríðar Ólafsdóttur dags. 12.09.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1108060 – Hnoðravellir 31, vinnuherbergi.

      Gosi Trésmiðja sækir þann 9. ágúst 2011 um að setja upp vinnuherbergi. Samkvæmt teikningum Erlends Árna Hjálmarssonar dags. 08.08.2011. Nýjar teikningar bárust 19.09.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1106242 – Selhella 9,breyting á áður samþykktum teikningum.byggingarleyfi

      Vesturkantur ehf sækir um þann 28.06.2011 að breyta lítillega áður samþykktum teikningum. Húsin eru nú sprinklervarin, inntaksrými er sameiginlegt, millipallar bætast við matshluta 01 og innréttingar matshluta 02 breytast lítillega samkvæmt teikningum. Nýjar teikningar bárust 14.09.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1109196 – Thorsplan, stöðuleyfi vegna Jólaþorps 2011

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 15.09.11 um tímabundið stöðuleyfi til uppsetningar á Jólaþorpi á Thorsplani. $line$20 tréhús sett upp vikuna 21-25.nóv. Húsið verða tekin niður 30.des 2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar uppsetningu jólaþorps, að því gefnu, að húsin verði tekin niður milli jóla og nýárs, og að uppsetning Jólaþorpsins verði í fullu samráði við skipulags- og byggingarsvið og í samræmi við fyrirliggjandi uppdrætti.

    • 1109199 – Austurgata 21, reyndarteikningar

      Eyrún Harpa Eiríksdóttir og Þorsteinn Rúnar Eiríksson leggja 15.09.11 fram reyndarteikningar. Teiknaðar af Ólöfu Flygenring arkitekt dags. 14.09.11

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Tekið er fram að ef breyta eigi húsinu í tvær íbúðir þurfi að sækja sérstaklega um það.

    B-hluti skipulagserindi

    • 11021679 – Arnarhraun 29, ábending íbúa

      Borist hefur ábending um að sorptunnur alls hússins séu staðsettar lausar undir húsvegg. Þegar hvessir fýkur úr tunnunum eða þær sjálfar fjúka með tilheyrandi óþrifnaði. Á afgreiðslufundi þann 9. feb sl gerði Skipulags- og byggingarfulltrúi húseigendum skylt að ganga frá sorpílátum innan tveggja mánaða í samræmi við grein 84 í byggingarreglugerð. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín skv. grein 84.2 í byggingarreglugerð: 84.2 Sorpgeymslur geta annars vegar verið sorpgerði/sorpskýli á lóð og hins vegar innbyggðar sorpgeymslur í húsi eða í tengslum við það. Verði ekki brugðist við tilmælunum innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimild mannvirkjalaga, grein 56 um beitingu dagsekta.

    • 1006228 – Brekkugata 26, kjallaragluggi

      Áður lagt fram bréf Björgvins Þórðarsonar hdl f.h. Jóhanns Inga Sigurðssonar og Tinnu Rósar Guðmundsdóttur Brekkugötu 26, þar sem þau óskuðu eftir afstöðu byggingarfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar til þess að glugginn fái að vera í óbreyttu ástandi, þ.e. vera opnanlegur eins og hann nú er. Skipulags- og byggingarfulltrúi tók neikvætt í erindið, þar sem það samræmdist ekki samþykktum teikningum, sem gera ráð fyrir minni gluggum með ísteyptum glersteini af eldvarnarástæðum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 25.05.11 eigendum skylt að færa gluggana í það horf sem samþykktar teikningar sýna innan 2 mánaða. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín til eigenda að færa gluggana í það horf sem samþykktar teikningar sýna til samræmis við ákvæði byggingarreglugerðar. Verði ekki brugðist við erindinu innan tveggja mánaða mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2011 um dagsektir.

    • 1109122 – Álfhella 7 og 9, fyrirspurn um lóðir

      Ingólfur Örn Steingrímsson leggur inn fyrirspurn dags 09.09.2011 um lóðirnar nr. 7 og 9 við Álfhellu, til kaups, til að nota sem geymslusvæði. Spurt er hvort fengist afsláttur á gatnagerðargjöldum ef minna yrði byggt á þeim en nýtngarhlutfall leyfir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að hér er um leigulóðir að ræða, sótt er um þær til bæjarráðs, og einungis byggingarréttur á þeim er seljanlegur. Gatnagerðargjöld miðast við nýtingarhlutfall, og er ekki veittur afsláttur á því samkvæmt núgildandi gjaldskrá.

    • 1109283 – Brekkuás 5 - 7 fyrirspurn um breytingar í bílakjallara

      Tekið fyrir bréf frá Birni Bjarnasyni dags 11.08.2011 þar sem íbúar valinna íbúða við Brekkuás 5-7 (fjölbýli) óska eftir að fá að setja 60 cm djúpa skápa innst í bílatæðunum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1109258 – Undirhlíðar, sandspyrna

      Kvartmíluklúbbsins sendir bréf dags. 04.09.11 með beiðni um afnot af Undirhlíðanámu til keppnishalds í sandspyrnu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar erindinu, þar sem skiuplags- og byggingarráð hefur áður synjað sambærilegu erindi. Náman er innan vatnsverndarsvæðis.

    • 1109259 – Norðurhella 13,gámar.

      Kvartað hefur verið yfir ryðguðum gámum á lóð Norðurhellu 13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum gámanna skylt að fjarlægja þá innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja á þá dagsektir skv. 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1109262 – Klifsholt - uppland gámur í óleyfi

      Borist hafa upplýsingar um að Gámaþjónustan sé með gám í tengslum við gróðurreit. Ekki er leyfi fyrir gámnum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum gámsins skylt að fjarlægja hann innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja á þá dagsektir skv. 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

Ábendingagátt