Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

28. september 2011 kl. 13:00

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 378

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1109301 – Hjallabraut 55, breyting á byggingarleyfi

   Hjallastefnan sækir 22.09.11 um að breyta áður samþykktum teikningum. Útliti á suðurhlið breytt,W.C fjölgar og færast til og fatahólfum fækkar samkvæmt teikningum Kjartans Sigurðssonar dags.07.08.11 breytt 20.09.11.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  • 1103140 – Hlíðarbraut 2, reyndarteiknig

   Valdimar Geir Halldórsson sækir 07.03.11 um að Hlíðarbraut 2. landnúmer 120883.verði gerta að einum matshluta,er núna skráð sem tveir matshlutar. Samkvæmt teikningum Söru Axelsdóttur dags 07.03.11. Nýjar teikningar bárust 21.09.11 einnig yfirlýsing um samþykki veðhafa v/sameiningar á eignum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1108286 – Sörlaskeið 34-36, Deiliskipulagsbreyting

   Þórður K Kristjánsson og Sigurður Ingvarsson sækja 26.08.2011 um deiliskipulagsbreytingu á Sörlaskeið 34. og Sörlaskeið 36. samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar.Nýjar teikningar bárust 21.09.11

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1109257 – Erluás 39, fasteignaauglýsing

   Á mbl.is má sjá auglýsingu um Erluás,þar sem húsið er skráð skv. FMR 266,7 m2 ” bílskúr 46,6 m2. Að auki er óskráð rými um 150 m2 skv. eiganda og sagt að húsinu sé skipt í 3 íbúðir.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að einungis er skráð ein íbúð í húsinu og er það í samræmi við deiliskipulag hverfisins. Óskráð rými er einungis samþykkt sem óútgrafið rými, en ekki til notkunar, enda samræmist það ekki reglum deiliskipulags hverfisins um nýtingarhlutfall.

  • 1108269 – Álfaskeið 59.Kofi utan lóðar.

   Borist hefur athugasemd frá nágranna um kofa utan lóðarinnar Álfaskeið nr. 59. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur gert eiganda skylt að fjarlægja kofann.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir eiganda að öðrum kosti á að sækja um lóðarstækkun til bæjarráðs.

  • 1103095 – Fífuvellir 37, lokaúttekt

   Lokaúttekt á húsnæðinu hefur ekki farið fram.$line$

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar dagsektir á byggingarstjórann Bárð Ágúst Gíslason kt: 160560-3639 kr. 20.000 á dag í samræmi við heimild í 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Dagsektirnar innheimtast frá og með 15. júlí þar sem ekki hefur verið brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Jafnframt mun skipulags- og byggingarfulltrúi beina því til Mannvirkjastofnunar að veita honum áminningu í samræmi við 57. grein sömu laga.

  • 1105201 – Kaplahraun 7a, lóða- og skipulagsmál

   Tekið fyrir að nýju fram bréf Snorra Hafsteinssonar f.h. Rafhitunar ehf. dags. 04.05.11, þar sem svarað er athugasemd varðandi slæma umgengni á lóðinni. Málið er tilkomið vegna slæmrar umgengni lóðar sem afmarkast af Kaplahrauni 7abcd sem er húsaport þar sem allir eiga að hafa aðgengi af sínum eignum. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði 20.05.11 til að lóðinni yrði skipt upp og óskaði eftir tillögu að þeirri útfærslu. Bærist hún ekki innan 2 mánaða mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu að uppskiptingu. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

   Þar sem ekki hefur verið brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu að skiptingu lóðarinnar eftir lögformlegum leiðum.

  • 0803020 – Hvaleyrarbraut 35, fokheldi

   Hvaleyrarbraut 35,byggingarstig og notkun.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda/ byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt í samræmi við 34. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 eigi síðar en að fjórum vikum liðnum og lokaúttekt í framhaldi af því. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimild 56. greinar mannvirkjalaga um dagsektir.

  C-hluti erindi endursend

  • 1109334 – Miðvangur 155, breyting á áður samþykktum teikningum

   Sigurleifur Kristjánsson sækir 26.09.11 um breytingu á áður samþykktum teikningum. Felld niður sólstofa, sólpallur stækkaður, breytt skráningartafla. Samkvæmt teikningum Sigurþórs Aðalsteinssonar dag.15.09.11.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1109333 – Fagrakinn 15,breyting

   Guðrún Bergsteinsdóttir sækir 26.09.11 um breytingu á byggingarleyfi. Kyndiklefa var breytt í baðherbergi, neðri hæð stækkar. Samkvæmt teikningum Sveinbjörns Hinrikssonar dag.26.09.11.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt