Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

29. september 2011 kl. 13:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 379

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1109382 – Svöluás 38,Breyting

      Örn Tryggvi Gíslason leggur inn umsókn um stækkun á geymslu í bílskúr. Samkvæmt teikningum Reynis Kristjánsonar dag.16.09.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1109379 – Furuás 47,Reyndarteikningar

      Ásta Sveinsdóttir og Kári Samúelsson leggja 29.09.11 inn reyndarteikningar af Furuási 47. Samkvæmt teikningum Sigrúnu Óladóttur dag.15.09.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1109386 – Hamarsbraut 8,Breyting

      Jakob Ásmundarson og Guðbjörg H.Óskarsdóttir sækja 29.09.11 um viðbyggingu á suðurhlið. Nýjar svalir sem tengjast gömlum svölum, Nýr stigi að aðalinngang sem verður í viðbyggingunni. samkvæmt teikningum Luigi Bartolozzi dag. 28.09.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1110025 – Kríuás 41, breyting á byggingarleyfi

      Guðmundur Aðalsteinsson sækir um 04.10.11 um að breyta innra skipulagi á 1.og 2.hæð samkvæmt teikningum Jón Guðmundssonar dags.21.09.2000 breytt 28.09.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1110024 – Kríuás 39, breyting á byggingarleyfi

      Gunnar Smith sækir um 04.10.11 um að breyta innra skipulagi á 1.og 2.hæð samkvæmt teikningum Jón Guðmundssonar dags.21.09.2000 breytt 28.09.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1109387 – Norðurbakki 13, 15 og 17, deiliskipulag og útisvæði.

      Lögð fram tillaga Sigurðar Gíslasonar arkitekts, Norðurbakka 15, að breytingu á deiliskipulagi og fyrirkomulagi útisvæðis við húsin Norðurbakka 13, 15 og 17.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs. Jafnframt er óskað eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdasviðs.

    • 1110011 – Stuðlaberg 42.Frágangur við gangstétt.

      Borist hefur kvörtun um ófrágengna lóð við gangstétt við Stuðlaberg 42. Grafið hefur verið undan gangstétt sem veldur slysahættu fyrir þá sem þarna fara um í myrkri.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir þeim tilmælum til lóðarhafa að ganga frá lóðarframkvæmdum við gangsétt, innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja á dagsektir skv. 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1105201 – Kaplahraun 7a, lóða- og skipulagsmál

      Tekið fyrir að nýju fram bréf Snorra Hafsteinssonar f.h. Rafhitunar ehf. dags. 04.05.11, þar sem svarað er athugasemd varðandi slæma umgengni á lóðinni. Málið er tilkomið vegna slæmrar umgengni lóðar sem afmarkast af Kaplahrauni 7abcd sem er húsaport þar sem allir eiga að hafa aðgengi af sínum eignum. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði 20.05.11 til að lóðinni yrði skipt upp og óskaði eftir tillögu að þeirri útfærslu. Bærist hún ekki innan 2 mánaða mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu að uppskiptingu. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að skiptingu lóðarinnar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi sendir tillöguna til umsagnar viðkomandi lóðarhafa.

    C-hluti erindi endursend

    • 1108263 – Álhella 3, reyndarteikningar

      Geymslusvæðið ehf leggja 25.08.2011 inn reyndarteikningar af Álhellu 3 samkvæmt teikningum Kjartans Rafnssonar dagsettar 01.06.2011 Nýjar teikningar bárust 28.09.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1109358 – Hamarsbraut 16,byggingarleyfi

      Þröstur Valdimarsson leggur 27.09.11 inn byggingarleyfi. Húsið er að öllu leiti byggð innan byggingarreits og í samræmi v. hæðarmörk. Samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dag.19.09.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1106071 – Hvaleyrarbraut 20,byggingarleyfi

      Vélarafl ehf sækir 08.06.11 um leyfi til að innrétta vélaverkstæð og skrifstofur (vélaumboð),einangra og klæða veggi að utan með álklæðningu, gera nýtt anddyri og glugga, Samkvæmt teikningum Ólafs Óskars Axelssonar dag 06.06.11. Nýjar teikningar bárust 26.07.2011 með stimplum frá Heilbrigðiseftirliti og Slökkviliði. Ný skráningartafla barst 29.09.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1110033 – Fornubúðir 12, breyting

      SIGN ehf sækir 04.10.11 um stækkun á vinnustofu samkvæmt teikningum Hildar Bjarnadóttur dagsettar 03.10.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1110046 – Hvaleyrarvatn, sprettrall

      Guðmundur Höskuldsson sækir um í tölvupósti dags. 26.09.11 f.h. Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur að halda sprettrall í lok október eða byrjun nóvember við Hvaleyrarvatn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið. Hvaleyrarvatn og umhverfi þess tilheyrir upplandi Hafnarfjarðar og er hugsað sem útivistarsvæði með margvíslegum frístundamögleikum og má helst nefna reiðmennsku, gönguferðir og almenna útivist. Sprettrall á ekki heima með þeirri starfsemi.

Ábendingagátt