Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

2. nóvember 2011 kl. 13:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 383

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1110313 – Suðurbraut 14 & 16, klæðning

      Suðurbraut 14 og 16 húsfélag sækir 27.10.11 um að klæða húsið að utan með álklæðningu, klæðningin verður gerð í áföngum, samkvæmt teikningum Ágústs Þórðarsonar dagsettar 26.10.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$$line$Mannvirkjalög 13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1.$line$Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu. $line$2.$line$Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. $line$3.$line$Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis. $line$4.$line$Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1110332 – Álfhella 17, tímabundið byggingarleyfi

      Slysavarnafélagið Landsbjörg sækir 28.10.2011 um tímabundið leyfi í 1.ár á meðan að verið er að undirbúa mál vegna endanlegra staðsettningar hússins á lóðinni samkvæmt teikningum Gunnar B. Stefánssonar dagsettar 28.10.2010.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin til eins árs í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$$line$Mannvirkjalög 13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1.$line$Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu. $line$2.$line$Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. $line$3.$line$Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis. $line$4.$line$Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1110251 – Dalshraun 15, breyting

      Fylkir ehf sækir 21.10.2011 um breytingu á innra skipulagi kjallara og jarðhæða. einnig er sótt um hækkun girðingar norðan við hús og létta viðar framhlið við aðalinngang og við inngang í kjallara samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dagsettar 14.10.2011. Samþykki eiganda barst einnig, sjá gögn.

    • 1110033 – Fornubúðir 12, breyting

      SIGN ehf sækir 04.10.11 um stækkun á vinnustofu samkvæmt teikningum Hildar Bjarnadóttur dagsettar 03.10.2011 Nýjar teikningar bárust 20.10.2011 Nýjar teikningar bárust 31.10.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$$line$Mannvirkjalög 13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1.$line$Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu. $line$2.$line$Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. $line$3.$line$Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis. $line$4.$line$Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1110299 – Hjallabraut 55, fyrirspurn

      Hjallastefnan ehf leggja 26.10.2011 fyrirspurn sem varðar viðbyggingu við núverandi kennslustofur , sem væri fyrir eldhús og aðstöðu starfsfólks.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.

    • 0906041 – Dalshraun 9, breyting á húsnæði.

      Síld og fiskur sækir um 04.06.09 leyfi til að breyta húsnæði fyrir kjötvinnslu. Samkvæmt teikningum Ásmundar Sigvaldasonar dagss. 03.06.09.Nýjar teikningar bárust 19.06.09. Lagnateikningar bárust þann 31.07.09 stimplaðar frá Heilbrigðiseftirlitinu.Varðandi byggingarstig og notnun þá hefur húsnæðið hefur verið tekið í notkun án undangenginar lokaúttektar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 30.11.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.Einnig vantar eignaskiptasamning.

    • 1111021 – Fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Óskað er eftir breytingu á göngustíg er liggur á milli Hverfisgötu og Vitastígs, nánar tiltekið milli húsa nr. 35 og 37 við Hverfisgötu og á milli húsa nr. 8 og 10 á Vitastíg. Óskað er eftir að stígnum verði breytt á þann veg að í hluta trappa verðir settir steinar er auðvelda aðgengi með barnavagn að húsi nr. 35b við Hverfisgötu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn Framkvæmdasviðs.

    • 1111022 – Fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Fyrirspurn um að saga úr steyptum vegg til að opna aðgengi að svölum/palli sem eru á vesturhlið hússins að Suðurvangi 25a. Veggurinn nær ekki að útvegg hússins, þannig að framkvæmdin hefur engin áhrif á burðarvirki. Framkvæmdin eykur mjög notagildi svalanna, sem eru í sömu hæð og planið fyrir framan húsið. Útlitsáhrif yrðu hverfandi, eins og sjá má af meðfylgjandi ljósmyndum þar sem opið hefur verið merkt með rauðum lit. Opið sést lítið þegar komið er að húsinu.Sjá meðfylgjandi gögn með málinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina, en bendir á að framkvæmdin er byggingarleyfisskyld, og skal fylgja samþykki meðeigenda í raðhúsinu.

    • 1108286 – Sörlaskeið 34-36, Deiliskipulagsbreyting

      Þórður K Kristjánsson og Sigurður Ingvarsson sækja 26.08.2011 um deiliskipulagsbreytingu á Sörlaskeið 34. og Sörlaskeið 36. samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar. Nýjar teikningar bárust 21.09.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir deiliskipulagið og að afgereiðslu þess verði lokið skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1001065 – Breiðhella 8 - 10, skilti

      Borist hefur tölvupóstur dags. 28. okt sl. frá íbúa á Völlunum þar sem óskað er eftir því að skilti á vegum Sorpu verði fjarlægð í íbúðahverfinu þar sem umferð að fyrirtækinu hafi truflandi áhrif á íbúa. Frekar ættu þessi skilti að vera við Reykjanesbrautina og þaðan í gegnum iðnaðarhverfið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur undir sjónarmið bréfritara og beinir því til Sorpu að færa leiðbeiningarskilti sín á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurveg. Leyfi fyrir núverandi skiltum er útrunnið og ber að fjarlægja þau án tafar.

    C-hluti erindi endursend

    • 1110334 – Óseyrarbraut 27,bráðabirgðarhús.

      Hafnarfjarðarhöfn sækir þann 31.10.2001 um leyfi að byggja bráðabirgðahús til skamms tíma. Húsið verður fjarlægt um leið og lóðin verður leigð öðrum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1110325 – Straumsvík, stöðuleyfi fyrir vinnubúðir

      Alcan á Íslandi hf sækja 28.10.2011 um stöðuleyfi fyrir bráðabirgðahúsnæði sem hýsa á vinnubúðir v/framkvæmda sem standa yfir við álverið samkvæmt teikningum Sigbjörns Kjartanssonar dagsettar. 13.10.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar erindinu, þar sem ekki er heimild í lögum til að veita stöðuleyfi fyrir vinnubúðir. Sjá 9. grein mannvirkjalaga nr. 160/2011.

Ábendingagátt