Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

25. nóvember 2011 kl. 00:00

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 387

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Heiðbjört Fjóla Guðjónsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1008333 – Kirkjuvellir 5, breyting

      Þrastarverk ehf leggur 31.08.10 inn Reyndarteikningar v/athugasemda við lokaúttekt. Samkvæmt teikningum Jón Guðmundsonar dag.24.07.2010.Nýjar teikningar bárust 24.11.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Áður samþykktar teikningar. Athygli er vakin á því að stærðir á íbúðum eru ranglega skráðar, og fjöldi bílastæða því ekki í samræmi við raunverulega stærð íbúða. Vantar 12 bílastæði.

    • 1111380 – Fjarðargata 13-15, stöðuleyfi fyrir gám.

      Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækir 29.11.2011 um stöðuleyfi fyrir gáma á lóðinni við fjarðargötu 13-15, gámurinn mun vera staðsettur þarna frá 26.des.2011 til 3.jan.2012. Sjá meðfylgjandi teikningu. Samþykki fórráðamanns lóðarinnar liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfið frá 26. desember til 3.janúar 2012. Að þeim tíma loknum fjarlægist gámarnir.

    • 1111381 – Tjarnarvellir 1 stöðuleyfi fyrir gáma, umsókn.

      Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækur um leyfi þann 29. nóvember 2011 leyfir til að staðsetja fjóra gáma á lóðinni Tjarnarvellir 1 á tímabilinu 26. desember 2011 til 8. janúar 2012, skv. meðfylgjandi korti af svæðinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfið frá 26. desember til 8. janúar 2012. Að þeim tíma loknum fjarlægist gámarnir.

    • 1111190 – Austurgata 36, breyting á skráningartöflu.

      Gunnar Guðmundsson og Harpa Lind Hilmarsdóttir sækja 16.11.11 um breytingu á skráningartöflu. Samkvæmt teikningum Erlends Á.Hjálmarsonar dag.07.11.11. Nýjar teikningar bárust 30.11.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1111387 – Alcan á Íslandi straumsvík 222.mht 17, tímabundið byggingarleyfi.

      Alcan á Íslandi sækir 30.11.11 um tímabundi byggingarleyfi til tveggja ára fyrir bráðabirgðahúsnæði sem hýsa á vinnubúðir v/ framkvæmda sem standa yfir við álverið samkvæmt teikningum Sigbjörns Kjartanssonar dagsettar. 13.10.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1111393 – Steypustöðin ehf umsókn um rekstrarleyfi

      Steypustöðin ehf sækir um leyfi tilreksturs steypustöðvar og hellusteypu við Hringhellu 2, Hafnarfirði. Meðfylgjandi eru starfsleyfi, samningur við Nýsköpunarmiðstöð um ytra eftirlit með steypuframleiðslu, samningur við Güteschutz Beton- und Fertigwerke Nord e.V. um eftirlit með hellusteypu og lýsing á framleiðslustýringarkerfi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir rekstrarleyfið í samræmi við byggingarreglugerð nr. 441/1998, grein 131.10.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1108121 – Fléttuvellir 5. Umgengni á lóð.

      Kvartað hefur verið yfir umgengni á lóð. Óvarin steypujárn og ógirt lóð. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi því 22.08.11 til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á lóðarhafa kr. 20.000 kr/dag frá og með 1. janúar 2012 verði lóðinni ekki komið í viðunandi horf innan þess tíma.

    • 1111347 – Einiberg 17, breyting á byggingarleyfi

      Páll Sveinbjörnsson sækir um 28.11.11 um að breyta hurð í bílskúr í tvöfalda hurð samkvæmt teikningum Sveinns Ívarssonar dags.15.10.08 breytt 18.11.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir umsækjanda á að leita samþykkis Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

    • 1012160 – Eyrartröð 13, lokaúttekt

      Lokaúttekt er ólokið á matshluta nr. 03.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar á matshluta nr. 03 dags. 10.01.2012 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

    • 1111370 – Kirkjuvellir 3.Byggingarstig og notkun.

      Kirkjuvellir 3.Byggingarstig og notkun.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 11.01.2012 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

    • 1111372 – Skipalón 7-9.Umgengni á lóð.

      Umgengni á lóð.Kvartanir hafa borist vegna vatnsmyndunar í útgröfnum grunni Skipalóns 7-9.Girðing ekki mannheld, börn að leik og slysahætta. Eigandi Íslandsbanki

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að ganga frá grunninum á viðunandi hátt innan 3 vikna.Verði ekki brugðist við erindinu innan þess tíma mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á lóðarhafa í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð nr. 441/1998 og 2. mgr. 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010.

Ábendingagátt