Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

4. janúar 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi framkvæmdasviðs, Norðurhellu 2

Fundur 391

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Heiðbjört Fjóla Guðjónsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. B-hluti skipulagserindi

    • 1112197 – Dalsás 2-6, breyting

      Ingvar og Kristján ehf sækja 29.12.2011 um breytingar á áður samþykktum teikningum, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 20.12.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1105201 – Kaplahraun 7a, lóða- og skipulagsmál

      Tekið fyrir að nýju bréf Snorra Hafsteinssonar f.h. Rafhitunar ehf. dags. 04.05.11, þar sem svarað er athugasemd varðandi slæma umgengni á lóðinni. Málið er tilkomið vegna slæmrar umgengni lóðar sem afmarkast af Kaplahrauni 7abcd sem er húsaport þar sem allir eiga að hafa aðgengi af sínum eignum. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði 20.05.11 til að lóðinni yrði skipt upp og óskaði eftir tillögu að þeirri útfærslu. Bærist hún ekki innan 2 mánaða mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu að uppskiptingu. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að skiptingu lóðarinnar. Borist hefur bréf frá þremur eigendum dags. 7.11.2011. Tillaga Þórhalls Kristjánssonar dags. 15.11.11 hefur verið kynnt eigendum hússins. Svör hafa borist og tvær nýjar tillögur lagðar fram.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1112193 – Óseyrarbraut 17, deiliskipulagsbreyting

      Rekstrarfélagið Eskja sækir um þann 28.12.2011 að gera breytingu á deiliskipulagi vegna Óseyrarbrautar 17 samkvæmt teikningu Arnars Skjaldarsonar. Sjá einnig meðfylgandi greinargerð.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn hafnarstjórnar og vísar erindinu síðan til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1112189 – Álfaskeið 60, sólstofa og skráning

      Árið 2001 var samþykkt leyfi fyrir sólstofu á húsinu Álfaskeið 60. Vinnslu á sólstofunni hefur verið frávísað frá fasteignaskrá, þar sem það eru skráðar 2 eignir í húsinu og sólstofan hefur áhrif á eignarprósentu í húsi og lóð, sem kallar á nýjan eignaskiptasamning.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir nýjum eignaskiptasamningi til að unnt sé að ljúka málinu.

    • 1011382 – Dalshraun 3, byggingarstig

      Dalshraun 3 er skráð á bst 2 mst 1 þrátt fyrir að húsið virðist tilbúið undir fokheldi. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði byggingarstjóra skylt 05.12.2010 að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra og eigendum skylt að sækja nú þegar um fokheldisúttekt og lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Verði ekki brugðist við þessu innan tveggja vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eigendur í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1112186 – Hlíðarás 8, byggingarstig og notkun

      Mannvirki hefur verið tekið í notkun en er skráð á byggingarstigi 2, ekki hefur verið kallað eftir fokheldisúttekt né lokaúttekt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra og eigendum skylt að sækja um fokheldisúttekt og lokaúttekt innan fjögurra vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð.

    • 11022928 – Háakinn 8, skráning á bifreiðageymslu

      Byggingarleyfi fyrir bifreiðageymslu samþykkt 30.7.2003, síðasta og eina skráða úttektin er á botni þann 5.10.2004. Á loftmynd í fasteignaskránni sést að bifreiðageymslan er uppbyggð. Eigendur fengu frest til 24.8.2011 til að kalla eftir lokaúttekt, því hefur ekki verið sinnt. Eignaskiptasamningur hefur verið samþykktur og unninn inn, en sýslumaður frávísar samninginum þ. 28.12.2011 þar sem hann hefur ekki borist til þinglýsingar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra og eigendum skylt að sækja um fokheldisúttekt og lokaúttekt innan fjögurra vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Samhliða ber að þinglýsa eignarskiptasamningnum.

    • 1112162 – Hringbraut 80, lóðarleigusamningur

      Fasteignasali hringdi og vakti athygli á því að það vantaði lóðarleigusamning vegna lóðarinnar nr. 80 við Hringbraut.

      Lóðarleigusamningur verður gefinn út með dagsetningu 04.01.2012.

    C-hluti erindi endursend

    • 1104140 – Norðurhella 8, reyndarteikningar

      Norðurhella 8 ehf og Smiðjuvegur 8 ehf landn.204721 leggja 11.04.11 fram reyndarteikningar samkvæmt teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 22.03.11. Nýjar teikningar bárust 02.01.2012 með stimpli SHS.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1111024 – Hvaleyrarbraut 35.Eignarhluta 0202 skipt í tvo hluta.

      Okt ehf sækir þann 01.11.2011 um leyfi til að breyta eignarhluta 0202 í tvo hluta sem verða 0203 og 0204. Einnig breyting á salerni, millilofti og milliveggjum samkvæmt teikningum frá Sveini Ívarssyni kt.130254-7649. Nýjar teikningar bárust 30.12.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt