Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

18. janúar 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 393

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1201091 – Cuxhavengötu 1, reyndarteikningar

      Klettar ehf leggja inn 05.01.2012 reyndarteikningar af Cuxhaengata 1, samkvæmt teikningum Sigurbjarts Halldórssonar dagsettar 27.12.2011.Teikningar stimplaðar af SHS.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Bent er á að húsið stækkar um u.þ.b. 255 fermetra miðað við fyrri skráningu.

    • 1201372 – Reykjvavíkurvegur 68, uppsetning á skilti

      Guðmundur Ámundason fh. Verkís óskar í tölvupósti dags. 18.01.12 eftir að setja upp skilti á húsið skv. meðfylgjandi gögnum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 þar sem samþykki eigenda matshlutans (efri hæðar) liggur fyrir ásamt húsfélagsins.

    • 1112131 – Suðurvangur 14, svalalokun íbúð 0301, fastanr. 207-9987

      Húsfélagið Suðurvangi 8 – 12 óskar eftir þann 15.12.2011 um leyfi fyrir að byggja svalaskjól á íbúð 0301. samkvæmt teikningum Sigurþórs Aðalsteinssonar dagsettar 24.11.2011. Samþykki húsfundar barst 16. janúar 2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1201308 – Strandgata 55, deiliskipulagsbreyting

      Fjörukráin ehf leggur inn 13.01.2012 deiliskipulagsbreytingu, sótt er um breytingu á deiliskipulagi sem innber nýja lóð eða stækkaða og byggingarreit innan hennar. Einning er um breytingu á götuheiti húsanna á götunni í Víkingastræti 1-3-5 samkvæmt teikningum Úti-inni arkitekta dagsettar 01.12.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1201375 – Flatahraun 7.breyting á deiliskipulagi

      BJB pústþjónusta ehf sækir þann 18.01.2012 um leyfi til að gera breytingu á deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 10. janúar 2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1201360 – Hellubraut 7, fyrirspurn

      Gunnar Hjaltalín leggur 17.01.2012 fyrirspurn , óskar eftir niðurrifi og uppbyggingu á lóð. sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs og óskar jafnframt eftir umsögn Húsafriðunarnefndar.

    • 1201144 – Furuhlíð 23.Fyrirspurn

      þorvaldur Ólafsson leggur þann 06.01.2012 inn fyrirspurn um að stækka Furuhlíð 23 um 25,8 fm. Sjá meðfylgjandi gögn og myndir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið þar sem samþykki meðeigenda í húsi liggur fyrir. Bent er á að erindið krefst breytingar á deiliskipulagi.

    • 1201302 – Reykjavíkurvegur 78.fyrirspurn um borholun á lóð Actavis

      Actavis hf kt.491002-3280 sendir inn fyrirspurn þann 13.01.2012 um hvort leyfilegt sé að bora eftir köldu vatni á lóð Actavis til að uppfylla vatnsþörf vatnsúðakerfis á Reykjavíkurvegi 78.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn vatnsveitustjóra.

    • 1011271 – Steinhella 2, byggingarstig og notkun

      Á Steinhellu 2 sem er á iðnaðarsvæði eru skráðar 3 eignir sem eru á byggingarstigi/matsstigi 4, þrátt fyrir að hafa verið teknar í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 21.02.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1011270 – Rauðhella 16, byggingarstig og notkun

      Á Rauðhellu 16 eru skráðar 3 eignir, 2 eru á bst. 7 mst 7 en ein 0103 er á bst 4 mst.7, sem segir að það vanti lokaúttekt en húsið hefur verið tekið í notkun.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 22.02.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1011239 – Rauðhella 7, byggingarstig og notkun

      Á Rauðhellu 7 sem er á iðnaðarsvæði eru skráðar 7 eignir, allar á bst. 4 mst. 8, en húsið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna, en frestur var veittur til 15.02.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 23.02.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1011235 – Móhella 2, byggingarsstig og notkun

      Móhella 2 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á bst.4 og mst. 4, þrátt fyrir að vera tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 17.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 27.02.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1011344 – Lónsbraut 66, byggingarstig og notkun

      Lónsbraut 66 sem er á hafnarsvæði er skráð á bst/mst 4 þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 28.02.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1011369 – Hvaleyrarbraut 33, byggingarstig og notkun

      Hvaleyrarbraut 33 er skráð á bst. 4 og mst 8, 2 eignir af 6 eru skráðar á mst 7, þrátt fyrir að húsið virðist vera fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra 01.12.10 skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Frestur veittur til 15.02.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 01.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1011366 – Hvaleyrarbraut 29, byggingarstig og notkun

      Hvaleyrarbraut 29 er skráð á bst 4 og mst 8, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.12.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 02.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1008114 – Hvaleyrarbraut 41, byggingarstig og notkun

      Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið, sem er á iðnaðarsvæði, enn skráð á byggingarstigi 4 (fokhelt) þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.08.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna. Frestur veittur 04.11.10.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 05.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1012176 – Hlíðarbraut 10, lokaúttekt ólokið, Viðbygging.

      Lokaúttekt á viðbyggingu að Hlíðarbraut 10 er ólokið. Lokaúttekt var gerð 25.05.07 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 15.12.10 byggingarstjóra skylt að ljúka lokaúttektinni innan 4 vikna. Frestur veittur til 01.09.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 06.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1011320 – Gjáhella 5 byggingarstig og notkun

      Gjáhella 5 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á bst. 4, mst.8 þrátt fyrir að vera fullbyggt og tekið i notkun, það vantar lokaúttekt. Frestur veittur til 01.04.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 07.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1011324 – Norðurhella 5, byggingarstig og notkun

      Norðurhella 5 er skráð á bst. 2, mst.1 þrátt fyrir að það virðist búið að byggja húsið, vantar lokaúttekt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 08.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1201373 – Gjótuhraun 7, byggingarstig og úttektir

      Gjótuhraun 7 er á byggingarstigi 3, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 09.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1011335 – Tjarnarvellir 11, byggingarstig og notkun

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 22.12.10 byggingarstjóra skylt að ljúka lokaúttektinni innan 4 vikna. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 23.06.11, en byggingartjóri sinnti ekki erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

    • 0911132 – Suðurhella 10, byggingarstig og notkun

      Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 05.05.2010 eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Bærust þær ekki yrð málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Áður lagt fram bréf frá Þorsteini Gunnlaugssyni og Hreiðari Sigurjónssyni dags. 17.05.2010 þar sem gerð er grein fyrir málinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.02.11 eiganda skylt að sækja um fokheldisúttekt og öryggisúttekt innan fjögurra vikna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna.

    • 1011396 – Trönuhraun 7, byggingarstig og notkun

      Trönuhraun 7, mhl 03, 2 einingar af 3 eru skráðar á bst 4 mst 8, það vantar lokaúttekt á matshlutann. Húsið virðist fullbyggt og hefur verið tekið í notkun. Lokaúttekt fór fram 09.02.11, en var ekki lokið þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að ljúka við atriði sem gerð var athugasemd við og óska innan fjögurra vikna eftir endurtekinni lokaúttekt. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda á eftirliti með störfum byggingarstjóra.

    • 1011332 – Suðurhella 7, byggingarstig og notkun

      Suðurhella 7 sem er á athafnasvæði er skráð á bst. 4 mst 8, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og búið að taka í notkun. Það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna, en frestur var veittur til 09.03.11.

      Skipulags- og byggignarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni fokheldisúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra. Verði það ekki gert mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

    • 1011331 – Suðurhella 6, byggingarstig og notkun

      Suðurhella 6 sem er á athafnasvæði er skráð á bst/mst 4, þrátt fyrir að hús virðist fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Komið hefur í ljós að enginn byggingarstjóri er á húsinu. Þarna á að vera starfandi húsfélag sem boðar til lögleg húsfundar(sem þýðir að allir eigendur eru boðaðir til fundar með ábyrgðarbréfi eða öðrum sannanlegum hætti). Meirihluti húsfundar tekur síðan ákvörðun um að ráða byggingarstjóra til að fara í lögboðnar úttektir. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.02.11 eiganda skylt að ráða byggingarstjóra og sækja um öryggisúttekt fyrir öll rými hússins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að bregðast við erindinu innan tveggja vikna. Verði það ekki gert mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

    • 1011272 – Steinhella 4, byggingarstig og notkun

      Á Steinhellu 4 sem er á iðnaðarsvæði eru skráðar 6 eignir á bst/mst 2, þrátt fyrir að húsið er risið og skv. þjóðskrá er eitt fyrirtæki þar til húsa. Fokheldisúttekt var framkvæmd 04.03.11 en synjað þar sem eldvarnarveggi vantaði.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi geriri eigendum skylt að bæta úr því sem á vantar og sækja um fokheldisúttekt innan fjögurra vikna. Verði það ekki gert mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga um að knýja fram úrbætur.

    • 1011327 – Selhella 9, byggingarstig og notkun

      Selhella 9 sem er á athafnasvæði , mhl 01 og 02 eru skráðir á bst/mst 1, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og búið að taka í notkun. Lokaúttekt var framkvæmd 25.02.11 en var ekki lokið þar sem athugasemdir voru gerðar. Húsið stenst ekki fokheldi fyrr en sótt hefur verið um byggingarleyfi fyrir milliloftinu og skila inn burðarþolsteikningu af því.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að skila inn réttum teikningum innan fjögurra vikna, og byggingarstjóra að sækja samhliða um fokheldi og síðan lokaúttekt. Verði það ekki gert mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga um að knýja fram úrbætur.

    • 1011269 – Rauðhella 14, byggingarstig og notkun

      Á Rauðhellu 14 sem er á iðnaðarsvæði eru skráðar 4 eignir sem eru allar skráðar á byggingarstigi 4 matsstigi 8, þrátt fyrir að þær séu allar í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Komið hefur í ljós að enginn byggingarstjóri er á húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.02.11 eiganda skylt að ráða byggingarstjóra og sækja um öryggisúttekt fyrir öll rými hússins í samræmi við 35. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 og vísaði til ábyrgðar eigenda skv. 15. grein mannvirkjalaganna. Frestur var veittur til 15.02.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að bregðast við erindinu, ráða byggingarstjóra, sem sæki um lokaúttekt innan tveggja vikna. Verði það ekki gert mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

    • 1011268 – Rauðhella 13, byggingarstig og notkun

      Í fasteignaskrá er Rauðhella 13 sem er á iðnaðarsvæði skráð á bst 4 mst 8, þrátt fyrir að húsið hafi verið tekið í notkun. Lokaúttekt var framkvæmd 31.03.11 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Skipulags- og byggignarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra.

    • 1011248 – Rauðhella 12, byggingarstig og notkun

      Rauðhella 12 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á bst. 4 og mst 8, en búið að taka húsið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. ekki var brugðist við því, og skipulags- og bygigngarstjóri boðaði til lokaúttektar 15.02.11. Byggingarstjóri sinnti ekki erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

    • 1011348 – Óseyrarbraut 6, byggingarstig og notkun

      Óseyrarbraut 6 er skráð á bst 4 mst 8, þrátt fyrir að húsið virðist vera fullbyggt og í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.12.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Ekki var brugðist við því, og skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 03.03.11. Byggingarstjóri brást ekki við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

    • 1012249 – Norðurbakki 5abc.Lokaúttekt ólokið.

      Norðurbakki 5abc.Lokaúttekt ólokið. Stöðuúttekt fór fram 28.1.10. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 30.06.11, en ekki tókst að ljúka henni þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að ljúka við atriði sem gerð var athugasemd við og óska innan fjögurra vikna eftir endurtekinni lokaúttekt. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda á eftirliti með störfum byggingarstjóra.

    • 1011375 – Melabraut 24, byggingarstig og notkun

      Melabraut 24 er skráð á bst 4 og mst 7 og 8, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og búið að taka í notkun. Lokaúttekt var framkvæmd en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að ljúka við atriði sem gerð var athugasemd við og óska innan fjögurra vikna eftir endurtekinni lokaúttekt. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda á eftirliti með störfum byggingarstjóra.

    • SB050091 – Kirkjuvellir 5

      Skipulags-og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar á húsinu 15.2.11 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gerði byggingarstjóra skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Lokaúttekt framkvæmd 25.08.11, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að ljúka við atriði sem gerð var athugasemd við og óska innan fjögurra vikna eftir endurtekinni lokaúttekt. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda á eftirliti með störfum byggingarstjóra.

    • 1011376 – Melabraut 27, byggingarstig og notkun

      Melabraut 27 er skráð á bst/mst 1, byggingar- og framkvæmdarleyfi, þrátt fyrir að húsið virðist vera fullbyggt og búið að taka í notkun. Vantar bæði fokheldis- og lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.12.10 byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Dagsektir áður lagðar á, en frestur veittur 01.05.11 teikningar á leiðinni að sögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að skila umræddum teikningum innan fjögurra vikna og sækja jafnframt um fokheldisúttekt og lokaúttekt. Verði það ekki gert mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

    • 1011234 – Íshella 10, byggingarstig og notkun

      Íshella 10 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á bst. 4 og mst. 8, og hefur verið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 17.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Boðað var til 31.03.11 en byggingarstjóri sinnti því ekki.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

    • 1011365 – Hvaleyrarbraut 27, byggingarstig og notkun

      Hvaleyrarbraut 27 er skráð aá bst. 4 og mst 8, þ.e. 3 af 10 eignum en það vantar lokaúttekt á húsið. Lokaúttekt var boðuð 27.01.11, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að ljúka við atriði sem gerð var athugasemd við og óska innan fjögurra vikna eftir endurtekinni lokaúttekt. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda á eftirliti með störfum byggingarstjóra.

    • 1011354 – Grandatröð 4, byggingarstig og notkun

      Grandatröð 4, mhl 01 byggingarár 1990 skráð á bst 4 mst 8 og mhl 02 byggingarár 2006 einnig skráð á bst 4 mst 8, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 10.03.11, en byggingarstjóri sinnti ekki erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna.

    • 1011353 – Grandatröð 3a og b, byggingarstig og notkun

      Grandatröð 3a og 3b eru skráð á bst. 4 og mst 8, þrátt fyrir að mhl virðist vera fullbyggðir og hafi verið teknir í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.12.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Stöðuúttekt vegna byggingarstjóraskipta 09.05.11 sýnir að húsið þarfnast lagfæringa við.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að sjá til að lokið verði við atriði sem gerð var athugasemd við og óska innan fjögurra vikna eftir lokaúttekt.

    • 0712139 – Gjótuhraun 7, lokaúttekt

      Lokaúttekt á Gjótuhrauni 7 sem hófst 2007 er ólokið þrátt fyrir áminningu 22.12.10.Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 02.03.2011 og aftur 23.06.11. Endurtekin lokaúttekt var framkvæmd 12.07.11 en lauk ekki þar sem ekki hafði verið brugðist við öllum athugasemdum úr fyrri lokaúttekt. Einnig vantar fokheldi á húsið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra. Verði það ekki gert mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

    • 1012244 – Furuvellir 2.Lokaúttekt ólokið.

      Lokaúttekt ólokið. Lokaúttekt var framkvæmd 28.05.06 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 30.06.11 en byggingarstjóri sinnti því ekki.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

    • 1011352 – Eyrartröð 13, byggingarstig og notkun

      Boðað var til lokaúttektar 03.02.11. Byggingarstjóri var ekki á staðnum og engar samþykktar teikningar. Við lauslega skoðun á húsinu virtust öryggismál ekki vera í lagi. Lokaúttekt var framkvæmd 03.03.11 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra. Verði það ekki gert mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

    • 1110223 – Eyrartröð 12, viðbygging, fokheldi og skráning

      Þann 10.6.2009 var samþykkt byggingarleyfi vegna viðbyggingar á lóðinni nr. 12 við Eyrartröð, eigandi Opal Holding ehf, vegna viðbyggingar. Vegna misskilnings milli hönnuðar og eigenda þá sýndu uppdrættir breytta skráningu úr 4 mhl í 1 mhl, sem gerir það að verkum að í stað 4 fastanúmera verður bara eitt fastanúmer. Ekki var sótt um breytta skráningu. Það þarf annað hvort samrunaskjal til að ganga frá þeirri skráningu eða að eigendur skili inn reyndaruppdráttum þar sem mhl merking og skráning er leiðrétt. Einungis mhl 01 átti að stækka sem nemur viðbyggingunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 24.11.11, en byggingarstjóri sinnti ekki erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

    • 1011229 – Hringhella 12, byggingarstig og notkun

      Hringhella 12 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á bst. 4 og mst 8, en hefur verið tekið í notkun. Sótt var um lokaúttekt 24.01.11 og einnig lokaúttekt boðuð 15.02.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að koma húsnæðinu í viðunandi horf innan sex vikna og sækja síðan að nýju um lokaúttekt. Verði það ekki gert mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga um að knýja fram úrbætur.

    • 1012229 – Eskivellir 7.Lokaúttekt ólokið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 22.12.10 byggingarstjóra skylt að ljúka lokaúttektinni innan 4 vikna. Stöðuúttekt fór fram 27.01.11.Lokaúttekt er ólokið. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 23.06.11, en frestur var veittur til 01.10.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra. Verði það ekki gert mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við heimildir mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1104378 – Brekkutröð 1,Lokaúttekt

      Björn Bjarnason sækir 28.04.11 um lokaúttekt á Brekkutröð 1.Lokaúttekt ólokið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

    • 1011325 – Norðurhella 15, byggingarstig og notkun

      Norðurhella 15 er skráð á bst. 2, mst 1 þrátt fyrir að svo virðist sem sé búið að byggja húsið. Vantar fokheldi.Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.12.10 byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Yrði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi vísa erindinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Byggingarstjóri sagði sig af verkinu 19.11.08.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að ráða byggingarstjóra og óska eftir fokheldis- og lokaúttekt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimildum mannvirkjalaga til að fá fram úrbætur.

    C-hluti erindi endursend

    • 1201274 – Furuás 16.breytingar

      Pálmar Harðarson kt.030571-3129 sækir þann 12.01.2012 um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktum teikningum samkvæmt teikningum frá Hildigunni Haraldsdóttur kt.080654-4219.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1201275 – Furuás 18.Breytingar

      Guðrún Benediktsdóttir kt.130384-3319 og Steinn Sigurðsson kt.110482-4509 sækja þann 12.01.2012 um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktum teikningum samkvæmt teikningum frá Hildigunni Haraldsdóttur kt.080654-4219.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1201281 – Furuás 20.breytingar

      Axel V Hilmarsson kt.250365-3819 sækir þann 12.01.2012 um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktum teikningum samkvæmt teikningum frá Hildigunni Haraldsdóttur kt.080654-4219.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt