Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

25. janúar 2012 kl. 12:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 394

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1107113 – Flatahraun 5a, fyrirspurn um skilti

      Fyrirtækið Norður og niður ehf óskar eftir að setja upp rauðan símaklefa við innkeyrslu að Flatahrauni 5a. Samþykki meðeigenda í húsi liggur fyrir dags. 5. ágúst 2011. Uppdráttur sem sýnir staðsetningu liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið með fyrirvara um að undirskriftalisti meðeigenda sé tæmandi.

    • 1201496 – Linnetstígur 3, breyting

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 20.01.2012 um að gera breytingu á innra skipulagi. herbergjaskipan á 3,4 og 5hæð hússins samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarónar dagsettar 15.12.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1201495 – Strandgata 8-10.breytingar á innra skipulagi

      Hafnarfjarðarbær sækir þann 20.01.2012 um leyfi til að gera breytingu á innra skipulagi Strandgötu 8-10, um er að ræða herbergjaskipan á 1. og 2.hæð hússins samkvæmt teikningum frá Sigurði Þorvarðarsyni kt.141250-4189.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1201489 – Strandgata 6, breyting

      Hafnarfjarðarkaupstaður óskar 20.01.2012 eftir að gera breytingu á innraskipulagi og herbergjaskipan á 1.2. og 3 hæð hússins samkæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar des.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1201531 – Helgafell, minningarskjöldur

      Magnús Hjörleifsson sækir með bréfi dags. 19.01.2012 um að setja upp minningarskjöld um Óskar Pál Daníelsson í Helgafelli.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1201503 – Álfaskeið 59, umsókn um lóðarstækkun

      Íbúar Álfaskeiðs 59 óska eftir lóðarstækkun í samræmi við meðfyljandi teikningar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í stækkun lóðarinnar til austurs, en tekur neikvætt í umsókn um lóð fyrir flaggstöng og lóðarstækkun til norðurs, sem fer inn á hverfisverndað svæði. Hugsanleg gæti umsækjandi fengið þá lóð í fóstur, verði óskað eftir því.

    • 1201302 – Reykjavíkurvegur 78.fyrirspurn um borholun á lóð Actavis

      Jón Jónsson fh. Actavis hf óskar eftir að bora eftir köldu vatni á lóð sinni við Reykjavíkurveg nr. 78 til að uppfylla vatnsþörf v. kröfu tryggingarfélags. Umsögn Vatnsveitu Hafnarfjarðar dags. 23. janúar 2012 liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið með fyrirvara um meðfylgjandi umsögn vatnsveitustjóra.

    • 1201327 – Einivellir 5, byggingarstig og úttektir

      Einivellir 5 er skráð á byggingarstig 7, þrátt fyrir að engin lokaúttekt hafi átt sér stað.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 12.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1001205 – Eyrartröð 8, mhl. 02 byggingarstig og notkun

      Húsið er á byggingarstigi 4, þrátt fyrir að það hafi verið tekið í notkun.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 13.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1011321 – Gjáhella 7, byggingarstig og notkun

      Gjáhella 7 er skráð á bst/mst. 4 þótt að það hafi verið tekið í notkun.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 14.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1012192 – Klukkuvellir 7, byggingarstig

      Klukkuvellir 7, sem er fjölbýlishús er skráð fokhelt, þó svo að fólk sé flutt inn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 15.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1109159 – Flatahraun 1, byggingarstig og notkun.

      Lokaúttekt ólokið. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 05.10.11, en byggingastjóra barst hugsanlega ekki bréf um það.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 16.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1112190 – Kríuás 17 a og b, lokaúttekt

      Íbúar óska eftir lokaúttekt á húsinu, sem er löngu flullgert og flutt inn, en skráð fokhelt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 19.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 0912150 – Miðhella 4, byggingarstig og notkun

      Miðhella 4, er nánast fullbyggt hús og búið að taka í notkun, en er á bst. 4, fokhelt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 20.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1008107 – Selhella 13,byggingarstig og notkun

      Selhella 13 er nánast fullbyggt hús og búið að taka í notkun, en er á bst. 4, fokhelt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 21.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1011328 – Selhella 11, byggingarstig og notkun

      Selhella 11, er nánast fullbyggt hús og búið að taka í notkun, en er á bst. 2, úttekt á sökkulveggjum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan fjögurra vikna og síðan lokaúttekt. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

    • 1109035 – Austurgata 43.Byggingarstig og notkun.

      Austurgata 43 er skráð á bst 4(fokhelt), þrátt fyrir að húsið virðist vera fullbyggt og í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 05.10.11, en byggingarstjóri sinnti því ekki.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

    • 1104030-1 – Kaplakriki, mhl 06 og 07, byggingarstig og notkun

      Atlansolía. Kaplakriki, mhl 06, 07 og 10 eru skráðar á bst 2, þrátt fyrir að vera löngu byggðir og hafa verið teknir í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 06.04.11 byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín. Verði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjórann og senda erindi um áminningu á Mannvirkjastofnun í smræmi við 56. og 57. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1106187 – Berjavellir 2, Lokaúttekt

      Lokaúttekt var framkvæmd 23.06.11, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan fjögurra vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra.

    • 1011362 – Daggarvellir 4, lokaúttekt

      Lokaúttekt var framkvæmd 07.12.10, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Skipulags- og byggignarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan fjögurra vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra.

    • 1011361 – Einivellir 7, lokaúttekt

      Lokaúttekt var framkvæmd 08.12.10 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan fjögurra vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra.

    • 1005162 – Eskivellir 3, lokaúttekt

      Tekinn fyrir að nýju tölvupóstur frá Páli Viggó Bjarnasyni f.h. húsfélagsins Eskivöllum 3 dags. 16.05.10 þar sem óskað er eftir að fram fari lokaúttekt á húsinu eins fljótt og auðið er. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 16.05.10 byggingarstjóra hússins skylt að sækja um lokaúttekt á húsinu innan tveggja vikna frá dagsetningu fundarins 19.05.2010 í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð eða gera grein fyrir málinu innan þess tíma. Ekki var brugðist við erindinu. Byggingarstjóri sagði sig af verkinu 21.08.08.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir eigendum á að ráða byggingarstjóra, sem sæki um lokaúttekt hið fyrsta.

    • 1106192 – Fjóluás 22 - byggingarstig og notkun.

      Húsið hefur verið auglýst til sölu með myndum sem sýna fullbúið hús, en húsið er skráð fokhelt á byggingarstigi 4 og matsstigi 4. Lokaúttekt var framkvæmd 15.08.11, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan fjögurra vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra.

    • 1110315 – Hólshraun 1, viðbygging og skráning

      Þann 14.5.2004 samþykkti bfltr. viðbyggingu við húsið nr. 1 við Hólshraun. Síðasta skráða úttekt er á vatnsúðakerfi þ. 2.12.2004. Það vantar bæði fokheldis- og lokaúttekt en á loftmynd fasteignaskráar sést að viðbyggingin er komin í notkun.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan fjögurra vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra.

    • 1111183 – Hraunstígur 5 og 7, mhl 02 skráning og notkun

      Byggingarfulltrúi samþykkti þann 2.5.2001 byggingu á bílskúrum mhl 02 við Hraunstíg 5 og 7. Mhl 02 er skráður á bst. 1 í fasteignaskrá en á loftmynd sést að þeir eru fullbyggðir. Síðasta skráða úttekt er á veggjum 1.hæð þ. 8.8.2001. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 23.11.12 eigendum skylt að sækja um fokheldisúttekt innan 3 vikna og síðan lokaúttekt. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan fjögurra vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra.

    • 0803020 – Hvaleyrarbraut 35, fokheldi

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eiganda/ byggingarstjóra 03.10.11 skylt að sækja um fokheldisúttekt í samræmi við 34. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 eigi síðar en að fjórum vikum liðnum og lokaúttekt í framhaldi af því. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimild 56. greinar mannvirkjalaga um dagsektir. Ekki hefur verið brugðist við erindinu og enginn byggingarstjóri skráður á verkið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ákveður að leggja dagsektir á eiganda frá og með 01.03.12 hafi byggingarstjóri ekki verið ráðinn og sótt um fokheldis úttekt innan þess tíma. Enn fremur mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 55. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 um lokun mannvirkis, þar sem þetta mál hefur verið mjög lengi í meðferð og ekki brugðist við því.

    • 1111247 – Kaldakinn 14, stækkun og skráning

      Þann 1.8.2007 samþykkti byggingarfulltrúi hækkun á rishæð hússins nr. 14 við Kaldakinn og byggingu á kvistum og suður og norður hliðum hússins ásamt svalagerð. Síðasta skráða úttekt er á burðarvirki með athugasemdum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan fjögurra vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra.

    • 11021487 – Norðurbakki 1 abc, byggingarstig og notkun.

      Byggingin er á byggingarstigi 4, fokheld, en fullbyggð og löngu tekin í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 07.04.11, en byggingarstjóri sinnti ekki erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

    • 11021488 – Norðurbakki 3 abc, byggingarstig og notkun.

      Byggingin er á byggingarstigi 4, fokheld, en fullbyggð og löngu tekin í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 07.04.11, en byggingarstjóri sinnti ekki erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

    • 1003444 – Norðurhella 10, byggingarstig og notkun.

      Húsið er skráð á byggingarstigi 2, úttekt á sökkulveggjum, en er fullbyggt og tekið í notkun. Dagsektir voru lagðar á, en frestur veittur til 03.03.11 til að ljúka úttektum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur að nýju á dagsektir kr. 50.000 kr/dag frá og með 01.03.12 verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Jafnframt verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu á byggingarstjóra. Skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010, greinar 56 og 57.

    • 1201487 – Hraunhvammur 6, bifreiðageymsla, byggingarstig og framkvæmdir

      Á lóðinni er bílskúr mhl 02 sem er skráður á bst/mst 2 en ´virðist á loftmynd fullbyggður. Hvorki hefur verið óskað eftir fokheldi né lokaúttekt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan fjögurra vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra.

    • 1008108 – Steinhella 17a og b, byggingarstig og notkun

      Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 2 (undirstöður) þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og fokheldisúttekt eða lokaúttekt hefur ekki farið fram. Skipulags- og byggingarráð gerði 16.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldi og lokaúttekt innan fjögurra vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

    • 1201497 – Suðurholt 1, fasteignaauglýsing, neðri hæð

      Neðri hæð Suðurholts 1 er auglýst til sölu hjá þremur fasteignasölum, tveir þeirra auglýsa hana skráða 80 m2 í fasteignaskrá en í raun 126 m2 skv. eignaskiptayfirlýsingu. Sú eignaskiptayfirlýsing hefur aldrei komið inn til samþykktar og auðsjáanlega búið að taka óuppfyllt rými í notkun.

      Ekki hefur verið sótt um stækkun íbúðarinnar og þ.a.l. ekkert samþykki fyrir stækkuninni og eignaskiptayfirlýsing sem hefur ekki borist byggingarfulltrúa né þinglýst hefur ekkert gildi.

    C-hluti erindi endursend

    • 1201484 – Hraunbrún 25, merkt bílastæði

      Ingibjörg Birna Jónsdóttir sækir 20.01.2011 um leyfi fyrir P-merkt stæði við húsið, sjá gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu og óskar eftir nánari upplýsingum frá umsækjanda.

    • 1201486 – Svöluás 1a, gervihnattadiskur

      Ingibjörg Bernhöft leggur inn 20.01.2012 fyrirspurn, óskar eftir því að fá að setja upp gerfihnattadisk á íbúð 0302.Sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi hafnar erindinu eins og það liggur fyrir. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1201498 – Hlíðarás 26.breyting á innra skipulagi

      Bjarni Frostason kt.160668-3699 sækir þann 23.01.2012 um leyfi til að gera breytingu á innra skipulagi samkvæmt teikningu frá Þormóði Sveinssyni kt.050653-5529.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt