Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

1. febrúar 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 395

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. C-hluti erindi endursend

  • 1201542 – Strandgata 8-10,Afgreiðsla breyting

   Sigríður Halldórsdóttir sækir 26.01.12 um leyfi til að stækka afgreiðslu bankans með því að bæta aftur við aukarými á 1.hæð. Breytia innra fyrikomulagi bankans með því að fjölga skrifstofum og fundarherbergjum, samkvæmt teikningum Sigríðar Halldórsdóttur dags.10.01.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1201543 – Linnetsstígur 3, breytingar

   Sigríður Halldórsdóttir sækir 26.01.12 um leyfi til að breyta innra fyrikomulagi af 2.hæð og innrétta aðstöðu fyrir bankann. Aðstöðu fyrir námskeið, kaffistofu og bætta aðstöðu starfsmanna bankans. Samkvæmt teikningum sigríðar Halldórsdóttur dag.10.01.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir

  B-hluti skipulagserindi

  • 1201561 – Vallarbarð 12,fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

   Þorsteinn Svavarsson leggur 27.01.12 inn fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi v/ Vallarbarðs 12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1107151 – Koparhella og Gullhella, lokun hringaksturs.

   Steypistöðin Borg óskar eftir að fá að loka hringakstri við Koparhellu norðan við lóð Hlaðbæ Colas á Gullhellu 1. Skriflegt samþykki Hlaðbæ Colas hefur borist.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1201596 – Strandgata 55, breyting

   Við vettvangsskoðun 26. janúar sl. kom í ljós að talsverðar breytingar hafa verið gerðar á innra fyrirkomulagi veitingastaðarins. Ekki liggur fyrir samþykki fyrir breytingunum. Húsið er að hluta frá árinu 1841.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn Húsafriðunarnefndar og óskar jafnframt eftir skýringum frá eiganda.

  • 1112193 – Óseyrarbraut 17, deiliskipulagsbreyting

   Rekstrarfélagið Eskja sækir um þann 28.12.2011 að gera breytingu á deiliskipulagi vegna Óseyrarbrautar 17 samkvæmt teikningu Arnars Skjaldarsonar. Sjá einnig meðfylgandi greinargerð. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði eftir umsögn hafnarstjórnar sem nú liggur fyrir, og vísaði erindinu síðan til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1202009 – Furuhlíð 23, breyting á deiliskipulagi

   Þorvaldur Ólafsson sækir um þann 1.2.2012 breytingu á deiliskipulagi vegna viðbyggingar. Skv. meðfylgjandi uppdrætti frá Alark arkitektum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1008106 – Rauðhella 5, byggingarstig og notkun

   Borist hefur fyrirspurn frá heibriðgðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varðandi samþykkta notkun hússins, sem er á iðnaðarsvæði. Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 4 (fokhelt) þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og lögboðin lokaúttekt hefur ekki farið fram. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 10.08.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna. Frestur var veittur til 15.02.11.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 23.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

  • 1011244 – Rauðhella 8, byggingarstig og notkun

   Á Rauðhellu 8 eru skráðar 3 eignir, sem eru skráðar í bst. 4 mst 8, nema 0103 sem er skráð bst 4 mst.7, allar teknar í notkun.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 26.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

  • 1011245 – Rauðhella 9, byggingarstig og notkun

   Á Rauðhellu 9 eru skráðar 7 eignir sem eru allar skráðar í bst 4 mst. 8, en allar teknar í notkun.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 27.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

  • 1201431 – Skipalón 21, byggingarstig og notkun

   Skipalón 21 er skráð á byggingarstigi 4 en matstigi 7 og hefur verið tekið í notkun. Ekki er hægt að sjá að óskað hafi verið eftir lokaúttekt.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 28.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

  • 1011393 – Stapahraun 11, byggingarstig og notkun

   Stapahraun 11 mhl 02 eining 0103 er skráð á bst 4 mst 8, en hinar 2 einingarnar á bst/mst 7, það vantar lokaúttekt en byggingarárið er 2002. Húsið virðist fullbyggt og hefur verið tekið í notkun.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 29.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

  • 1005162 – Eskivellir 3, lokaúttekt

   Tekinn fyrir að nýju tölvupóstur frá Páli Viggó Bjarnasyni f.h. húsfélagsins Eskivöllum 3 dags. 16.05.10 þar sem óskað er eftir að fram fari lokaúttekt á húsinu eins fljótt og auðið er. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 16.05.10 byggingarstjóra hússins skylt að sækja um lokaúttekt á húsinu innan tveggja vikna frá dagsetningu fundarins 19.05.2010 í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð eða gera grein fyrir málinu innan þess tíma. Ekki var brugðist við erindinu. Nýr byggingarstjóri skráður á verkið 21.08.08.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 10.04.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um.

  • 1003299 – Steinhella 10, byggingarstig og notkun

   Steinhella 10, er á bst. 4 og mst. 8, en er í fullri notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 05.05.11 en frestur veittur til 15.05.11. Málið hefur verið lengi í gangi og frestir veittir.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 11.04.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

  • 1201335 – Þrastarás 46, byggingarstig og úttektir

   Þrastarás 46, síðasta skráða úttekt er á fokheldi, byggingarstig 4. Það vantar lokaúttekt.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 12.04.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

  • 1201336 – Sörlaskeið 9, byggingarstig og notkun

   Sörlaskeið 9 er skráð á byggingarstigi 4, þrátt fyrir að vera fullbúið. Það vantar lokaúttekt.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 13.04.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

  • 0909004 – Selhella 3, byggingarstig og notkun

   Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Samkvæmt skilmálum átti húsið að skilast fokhelt 6. júní 2008 og fullbúið 6. janúar 2009. Frestur veittur til 15.02.11.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan fjögurra vikna og síðan lokaúttekt. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

  • 1004543 – Selhella 5,byggingarstig og notkun

   Selhella 5,er á byggingarstigi 1 en ekki séð annað en að það sé búið að fullbyggja húsið sem er á iðnaðarsvæði. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti að leggja dagsektir á eiganda kr. 50.000 á dag frá og með 01.04.11, en frestur var veittur til 15.05.11.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín. Verði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjórann og senda erindi um áminningu á Mannvirkjastofnun í smræmi við 56. og 57. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1109302 – Skipalón 4-6-8, Lokaúttekt

   Lokaúttekt var framkvæmd 27.09.11, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan fjögurra vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra.

  • 0911138 – Smárahvammur 1, skráning á bifreiðageymslu

   Þann 22.9.04 var veitt byggingarleyfi fyrir bifreiðageymslu og sólstofu á lóðinnni nr. 1 við Smárahvamm. Aðeins bifreiðageymslan var byggð og siðasta úttekt 1.9.04 veggir 1. hæð.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan fjögurra vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra.

  • 1012198 – Steinhella 8, lokaúttekt

   Lokaúttekt var framkvæmd 23.12.10, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan fjögurra vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra.

  • 09103151 – Steinhella 12, byggingarstig og notkun

   Steinhella 12,er á byggingarstigi 1 en ekki séð annað en að það sé búið að fullbyggja húsið, sem er á iðnaðarsvæði. Skipulags- og byggingarráð gerði 02.11.10 byggingarstjóra/eigendum skylt að sækja um fokheldisúttekt innan fjögurra vikna. Byggingarstjóri hafða samband 24.11.10 og sagði samskipti við eigendur hafa verið erfið. Nýir eigendur skráðir 18.01.12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að ráða byggingarstjóra og óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna.

  • 09103152 – Steinhella 14, byggingarstig og notkun

   Steinhella 14 sem er á iðnaðarsvæði er enn skráð á bst.1 en ekki annað að sjá en að mannvirkið sé að fullu byggt.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan fjögurra vikna og síðan lokaúttekt. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

  • 1111249 – Strandgata 71, þakbreyting, úttektir og skráning

   Þann 1.8.2007 samþykkti byggingarfulltrúi breytinga á þaki hússins nr. 71 við Strandgötu. Hvorki hefur verið beðið um fokheldis- né lokaúttekt.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1111224 – Suðurgata 79, mhl 03 bifreiðageymsla skráning

   Þann 19.9.2007 samþykkti byggingarfulltrúi umsókn um að byggja bílskúr mhl 03 á lóðinni nr. 79 við Suðurgötu. Síðasta skráða úttekt er á neglingu á þakklæðningu 1.11.2010. Hvorki hefur verið beðið um fokheldi né lokaúttekt né að það hafi borist eignaskiptasamningur til að skrá mhl.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1110282 – Suðurgata 81, skráning á bifreiðageymslu

   Þann 21.10.2003 var samþykkt bifreiðageymsla á lóðinni nr. 81 við Suðurgötu. Síðasta skráða úttekt er á þakvirki þann 15.1.2004. Hvorki hefur verið beðið um fokheldi né lokaúttekt. Til að bifreiðageymslan verði skráð þarf eignaskiptasamning.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1101044 – Þrastarás 44.Lokaúttekt ólokið.

   Björn Bjarnason sótti 04.05.2011 um lokaúttekt á Þrastarási 44. Lokaúttekt var framkvæmd 05.05.11 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til endurtekinnar lokaúttektar dags. 30.06.11, en frestur var veittur til 15.09.11.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

  • 1109126 – Þrastarás 73, byggingarstig og notkun.

   Lokaúttekt ólokið.Þrastarás 73 er á byggingarstigi 4(fokhelt). Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 04.10.11, en byggingarstjóri sinnti því ekki.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

  • 1111231 – Öldugata 35, skráning á mhl 02 bílskúr og stækkun 01.

   Þann 25.10.2006 samþykkti byggingarfulltrúi byggingu á mhl 02 bílskúr við húsið nr. 35 við Öldugötu og breytingar á þaki o.fl. Síðasta skráða úttekt var stöðuúttekt þegar byggingarstjóri fer af verkinu ásamt meisturum. Þá kemur fram að hækkun á risi hefur ekki verið tekin út. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 23.11.11 eigendum skylt að sækja um fokheldisúttekt á bílskúrunum innan þriggja vikna. Síðan lokaúttekt.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010.

Ábendingagátt