Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

15. febrúar 2012 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 397

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Brynjar Rafn Ólafsson nemi í starfsþjálfun sat fundinn.

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi

Brynjar Rafn Ólafsson nemi í starfsþjálfun sat fundinn.

  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1112002 – Íshella 8, stöðuleyfi fyrir gám.

      Promens Tempra óskar með tölvupósti dags. 30.11.11 eftir stöðuleyfi fyrir gám að Íshellu 8, þar sem geymd verða lífræn leysiefni.Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði 09.12.2012 eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar-og Kópavogssvæðis.Umsögn HHK barst 13.02.2012 og þar er eindregið mælt með því að leyfið sé veitt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir umbeðið stöðuleyfi til eins árs.

    • 1202226 – Norðurbakki 5 a, b og c, reyndarteikningar

      Ingvar og Kristján ehf leggja inn reyndarteikningar af Norðurbakka 5 a, b og c, dags. feb. 2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1202047 – Koparhella 1.færanleg steypustöð

      Steypustöðin Borg ehf sækir þann 03.02.2012 um leyfi fyrir færanlegri steypustöð. Um er að ræða m.a. frágang á lóð, þvottaaðstöðu, starfsmannaaðstöðu og rannsóknastofu ásamt fleiru. Sjá einnig nánari upplýsingar á meðfylgjandi teikningum frá Birni Gústafssyni kt.180550-4889.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir. Deiliskipulag hefur ekki enn öðlast gildi.

    • 1111024 – Hvaleyrarbraut 35.Eignarhluta 0202 skipt í tvo hluta.

      Okt ehf sækir þann 01.11.2011 um leyfi til að breyta eignarhluta 0202 í tvo hluta sem verða 0203 og 0204. Einnig breyting á salerni, millilofti og milliveggjum samkvæmt teikningum frá Sveini Ívarssyni kt.130254-7649. Nyjar teikningar bárust 30.12.11 Nýjar teikningar bárust 09.02.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1201274 – Furuás 16.breytingar

      Pálmar Harðarson kt.030571-3129 sækir þann 12.01.2012 um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktum teikningum samkvæmt teikningum frá Hildigunni Haraldsdóttur kt.080654-4219.Nýjar teikningar bárust 07.02.12

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1201275 – Furuás 18.Breytingar

      Guðrún Benediktsdóttir kt.130384-3319 og Steinn Sigurðsson kt.110482-4509 sækja þann 12.01.2012 um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktum teikningum samkvæmt teikningum frá Hildigunni Haraldsdóttur kt.080654-4219.Nýjar teikningar bárust 07.02.12

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1201281 – Furuás 20.breytingar

      Axel V Hilmarsson kt.250365-3819 sækir þann 12.01.2012 um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktum teikningum samkvæmt teikningum frá Hildigunni Haraldsdóttur kt.080654-4219.Nýjar teikningar bárust 07.02.12

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1202184 – Hjallabraut 51, skilti

      Páll L Sigurðsson óskar eftir í tölvupósti dags. 9. febrúar 2012 fh. Skátafélagsins Hraunbúa að setja niður skilti skv. meðfylgjandi gögnum. Einnig er óskað eftir því að Hafnarfjarðarbær greiði hluta af skiltinu þar sem tjaldstæðið við Víðistaðatún er auglýst.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir staðsetningu skiltisins á eyjunni við bílastæðin fyrir innan stíginn og þá samsíða honum. Hæð skiltisins skal vera undir 75 cm. Sjá meðfylgjandi athugasemdir. Þátttöku í kostnaði er vísað til umhverfis- og framkvæmdasviðs.

    • 1202175 – Klukkuvellir 24,Graftrarleyfi

      Brynja Hússjóður öryrkjabandalagsins sækir 14.02.12 sækir um graftrarleyfi á klukkuvöllum 24.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1202174 – Klukkuvellir 22.Grafrarleyfi

      Brynja Hússjóður öryrkjabandalagsins sækir 14.02.12 sækir um graftrarleyfi á klukkuvöllum 22.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1202173 – Klukkuvellir 20,Graftrarleyfi

      Brynja Hússjóður öryrkjabandalagsins sækir 14.02.12 sækir um graftrarleyfi á klukkuvöllum 20.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1202176 – Klukkuvellir 26,Graftrarleyfi

      Brynja Hússjóður öryrkjabandalagsins sækir 14.02.12 sækir um graftrarleyfi á klukkuvöllum 26.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1202177 – Mjósund 2,Reyndarteikningar

      Eðvarð Björgvinsson leggur 14.02.12 inn Reyndarteikningar af útigeymslu, stöðuveggjum og skráningartöflu.Samkvæmt teikningum Sigurþórs Aðalsteinssonar dag.10.02.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Brúttóflötur húss stækkar um 6.9 fermetra.

    • 1202119 – Dalshraun 5,breyting á byggingarleyfi

      Brimborg ehf sækir 08.02.12 um breytingu á núverandi atvinnuhúsnæði. einnig er sótt um rif-leyfi á hluta hússins (mhl 02).

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Breytingu á núverandi atvinnuhúsnæði er frestað, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1201543 – Linnetsstígur 3, breytingar

      Sigríður Halldórsdóttir sækir 26.01.12 um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi af 2.hæð og innrétta aðstöðu fyrir bankann. Aðstöðu fyrir námskeið, kaffistofu og bætta aðstöðu starfsmanna bankans. Samkvæmt teikningum Sigríðar Halldórsdóttur dag.10.01.12 Nýjar teikningar bárust 13.02.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1103350 – Dalshraun 8, reyndarteikningar.

      Ragnar Björnsson ehf leggja inn 18.03.2011 reyndarteikningar af Dalshraun i 8. Samkvæmt teikningum Jóns Hlöðverssonar dagsettar 16.03.2011. Nýjar Teikningar bárust 01.sept 2011. Nýjar teikningar bárust 08.02.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1202227 – Óseyrarbraut 22C, breyting á deiliskipulagi

      Hafnarfjarðarhöfn sækir 07.02.12 um breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnarinnar þar sem gerð er ný lóð, Óseyrarbraut 22C.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

    C-hluti erindi endursend

    • 1202044 – Hjallabraut 55, kennslustofur, breyting

      Hjallastefnan ehf sækir 03.02.12 um breytingu. Sjá meðfylgjandi gögn Samkvæmt teikningum Kjartans Sigurðssonar dag.27.01.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu. Umsögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þarf að liggja fyrir.

    • 1202118 – Klukkuvellir 20-26b, byggingarleyfi

      Brynja hússjóður sækir um að byggja raðhús samkvæmt teikningum Loga Más Einarssonar dags. 28.01.12 Hönnunarstjóri er Haukur Margeirsson.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem deiliskipulag hefur ekki enn öðlast gildi. Að öðru leyti engar athugasemdir.

Ábendingagátt