Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

22. febrúar 2012 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 398

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Brynjar Rafn Ólafsson nemi í starfsþjálfun sat fundinn.

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi

Brynjar Rafn Ólafsson nemi í starfsþjálfun sat fundinn.

  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1202044 – Hjallabraut 55, kennslustofur, breyting

      Hjallastefnan ehf sækir 03.02.12 um breytingu. Sjá meðfylgjandi gögn Samkvæmt teikningum Kjartans Sigurðssonar dag.27.01.12 nýjar teikningar bárust 21.02.2012 með stimpli frá brunahönnuði.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    B-hluti skipulagserindi

    • 0804310 – Miðvangur 41 íbúð 205, breytingar

      Borist hafa athugasemdir frá stjórn húsfélagsins Miðvangi 41 dags. 22.04.2008 þar sem segir að ólöglegar framkvæmdir séu í gangi í íbúð 205. Við vettvangsskoðun hefur komið í ljós að verið er að framkvæma breytingar án tilskilins leyfis. Íbúðareiganda var 14.05.2008 gert að stöðva framkvæmdir þá þegar í samræmi við 56 gr. skipulags- og byggingarlaga. Samkvæmt upplýsingum er búið að opna milli stofu og svala og verið að endurgera íbúðina. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði 06.05.2009 eftir teikningum sem sýna umræddar framkvæmdir, einkum hvort breytt hafi verið burðarvirki hússins. Ekkert svar barst. Skipulags- og byggingarráð gerði íbúðareiganda 11.08.2009 skylt að skila inn teikningum af breytingunum innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarráð leggja til við bæjarstjórn að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki var brugðist við því, og gerði skipulags- og byggingrráð 01.12.2009 tillögu til bæjarstjórnar um að beitt yrði dagsektum frá og með 1. janúar 2010 yrði ekki brugðist við erindinu. Lagðir fram minnispunktar frá samtali við son nýs eiganda íbúðarinnar 09.12.2010. Skipulags- og byggingarráð gaf eiganda íbúðarinnar frest til 15. mars til að leggja fram greinargerð um málið í samræmi við áðurgreint samtal. Nýjar teikningar bárust 20.02.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1201080 – Eyrartröð 11.Breyting á deiliskipulagi

      Seafood- fisksöluskrifstofan ehf kt.490902-3170 sækir þann 05.01.2012 um leyfi til að gera breytingu á deiliskipulagi samkvæmt teikningum dags. 4.1.2012. Erindið var grenndarkynnt, engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og að afgreiðslu verði lokið skv. 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1202251 – Heiðvangur 2-14, umgengni á bæjarlandi við Heiðvang

      Í hrauninu vestan Heiðvangs 4-10 hefur verið komið fyrir ýmsu dóti og afgangs byggingarefni. Tillaga að breyttu deiliskipulagi gerir ráð fyrir að þetta svæði verði hverfisverndað.$line$

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gefur eigendum frest til 1. apríl að fjarlægja dótið. Að öðrum kosti verður því fargað.

    • 1004543 – Selhella 5,byggingarstig og notkun

      Selhella 5,er á byggingarstigi 1 en ekki séð annað en að það sé búið að fullbyggja húsið sem er á iðnaðarsvæði. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti að leggja dagsektir á eiganda kr. 50.000 á dag frá og með 01.04.11, en frestur var veittur til 15.05.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði tilmæli sín 01.02.12. Yrði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjórann og senda erindi um áminningu á Mannvirkjastofnun í samræmi við 56. og 57. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarstjóri hringdi og sagði eigendur ekki vilja kosta þær umbætur sem þyrfti að gera fyrir lokaúttekt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir eigendum á ábyrgð þeirra skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra” og ítrekar tilmæli til eigenda hússins og ákvörðun um dagsektir verði ekki brugðist við þeim.

    • 11032660 – Álfhella 5,umgengni á lóð.

      Kvörtun hefur borist vegna umgengni á lóð Álfhellu 5.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna.

    • SB060572 – Drekavellir 53

      Húsið er skráð á byggingarstigi 2, þótt það sé í fullri notkun. Fokheldisúttekt var synjað 21.01.09. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.01.12 eigendum og byggingarstjóra skylt að sækja að nýju um fokheldisúttekt. Yrði ekki brugðist við því innan þriggja vikna mundi byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga um að knýja fram úrbætur. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 og beina því jafnframt til Mannvirkjastofnunar að veita byggingarstjóranum áminningu skv. 57. grein sömu laga, verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

    • 0909005 – Gjáhella 11, byggingarstig og notkun

      Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Samkvæmt skilmálum átti húsið að skilast fokhelt 7. október 2008 og fullbúið 7. apríl 2009. Skipulags- og byggingarráð gerði 14.12.10 eigendum skylt að skrá byggingarstjóra á verkið og sækja á ný um fokheldisúttekt innan 3 vikna. Ekki hafði verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 12.01.12 bókun skipulags- og byggingarráðs. Yrði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við heimildir í mannvirkjalögum nr. 160/2010. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á eigendur skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 frá og með 1. apríl 2012 kr. 20.000 á dag verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

    • 1107068 – Holtabyggð 1, bifreiðageymslur skráning og notkun

      Bifreiðageymslur við Holtabyggð 1 eru skráðar á byggingarstigi 1, en þær eru fullbyggðar og hafa verið teknar í notkun. Fokheldisúttekt vantar ásamt lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 06.07.11 byggingarstjóra/eigendum skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín. Verði ekki brugðist við því innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi geita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 10102394 – Steinhella 1, byggingarstig og notkun.

      Borist hefur fyrirspurn frá heibriðgðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varðandi samþykkta notkun. Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 4(fokheldi) þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun.Lokaúttekt hefur ekki farið fram. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 13.10.10 byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 23.02.11 að leggja dagsektir á eiganda og byggingarstjóra kr. 20.000 á dag frá og með 1. apríl í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Upplýst hefur verið að byggingarstjórinn sé látinn, og var frestur veittur til 25.06.11 til að ráða nýjan byggingarstjóra. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.01.12 eigendum skylt að bregðast við erindinu innan þriggja vikna. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimildum mannvirkjalaga til að fá fram úrbætur.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja dagsektir á eigendur skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

    • 0908250 – Steinhella 3, byggingarstig og notkun

      Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið sem er á iðnaðarsvæði enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Samkvæmt skilmálum átti húsið að skilast fokhelt 15.3.2007 og fullgert hús 15.8.2007. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði byggingarstjóra/eigendum skylt 17.11.10 að ljúka fokheldi innan þriggja vikna. Málinu var frestað 01.05.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.01.12 eigendum skylt að bregðast við erindinu innan þriggja vikna. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimildum mannvirkjalaga til að fá fram úrbætur.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja dagsektir á eigendur skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

    • 1103116 – Álfaskeið 1, skráning á viðbyggingum

      Þann 25.5.2005 var veitt byggingarleyfi fyrir stækkun á garðskála og viðbyggingu við húsið nr. 1 við Álfaskeið. Garðskáli og viðbygging eru fullgerði, en síðasta skráða úttektin var 22.12.05 á veggjum jarðhæðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 24.08.11, en eigandi fékk frest til 24.09.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum og byggingarstjóra 11.02.12 skylt að sækja að nýju um lokaúttekt. Yrði ekki brugðist við því innan þriggja vikna mundi byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga um að knýja fram úrbætur.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 og beina því jafnframt til Mannvirkjastofnunar að veita byggingarstjóranum áminningu skv. 57. grein sömu laga, verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

    • 1011315 – Álfhella 13, byggingarstig og notkun

      Álfhella 13 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á bst/mst 4, en búið er að taka húsið í notkun og vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa erindinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Borist hafa upplýsingar frá einum eiganda hússins um að Frjálsi Fjárfestingarbankinn vilji ekki sinna erindinu. Lokaúttekt var boðuð 30.03.11 en tókst ekki þar sem nauðsynleg gögn höfðu ekki borist. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði byggingarstjóra 11.01.12 skylt að óska eftir lokaúttekt innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. Ekki hefur enn verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eigendur frá og með 1. apríl 2012 verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma: Fore ehf, G. Arnfjörð og Frjálsa fjárfestingabankann, ásamt byggingarstjóra Kjartani Sigurðssyni í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Ennfremur verður því beint til Mannvirkjastofnunar að veita byggingarstjóra áminningu í samræmi við 57. grein sömu laga.

    • 0812001 – Álfhella 17, lokaúttekt

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að ljúka lokaúttekt innan þriggja vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Lokaúttekt fór fram 30.06.11, en var ekki lokið þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.01.12 byggingarstjóra skylt að ljúka við atriði sem gerð var athugasemd við og óska innan þriggja vikna eftir endurtekinni lokaúttekt. Jafnframt var bent á ábyrgð eigenda á eftirliti með störfum byggingarstjóra. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 og beina því jafnframt til Mannvirkjastofnunar að veita byggingarstjóranum áminningu skv. 57. grein sömu laga, verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

    C-hluti erindi endursend

    • 1202224 – Dalshraun 9, fyrirspurn

      IcoTec ehf leggur fram fyrirspurn um að byggja við norður og austur hlið núverandi húsnæðis. Að norðan verður óskað eftir 5m út frá gafli að lóðamörkum lóðar númer 7 þar er auð lóð. Að Austanverðu er sótst eftir 10m út frá húsinu. Sjá meðf. skissu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi getur ekki afgreitt erindið, þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1202283 – Flatahraun 5b, milliloft

      Rafeining ehf sækir 20.02.2012 um að gera milliloft í bil 0101, samkvæmt teikningum Rögnvalds Harðarsonar dagsettum 16.10.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt